is / en / dk

Guðjón Hreinn Hauksson tók við sem nýr formaður Félags framhaldsskólakennara á fulltrúafundi félagsins sem haldinn er á Nauthól í Reykjavík í dag. Félagsmenn ræða á fundinum landslag kjarasamninga en einnig var kosið í nokkrar trúnaðarstöður.
Ungir kennarar – framtíð kennarastarfsins er yfirskrift um heim allan. Þessi yfirskrift á vel við og því var ákveðið að helga Skólamálaþing KÍ 2019 umræðu um framtíð kennarastéttarinnar.  Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, er jafnan haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert. Stofnað var til kennaradagsins að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994, eða fyrir aldarfjórðungi. Markmið kennaradagsins hefur frá fyrstu tíð verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en um leið er dagurinn kjörinn til að efla samtakamátt kennara og huga vel að hvernig menntun barna og ungmenna verður best háttað í framtíðinni.  Skólamálaþing KÍ – árlegur viðburður með fjöl...
Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, hefur skrifað undir samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga annars vegar milli Krílasels ungbarnaleikskóla og KÍ og hins vegar milli Waldorfleikskólanna og KÍ.  Samkomulagið kveður m.a. á um eingreiðslu að upphæð 105.000 krónur sem greidd verður út 1. nóvember nk. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.  
Skólamálaþing KÍ verður haldið 3. október í tilefni Kennaradagsins. Ungir kennarar og framtíð kennarastarfsins er þema þingsins. 

Read more ...

Guðjón Hreinn Hauksson bar sigur úr býtum í formannskjöri Félags framhaldsskólakennara. Guðjón hlaut 660 atkvæði eða 74,83%. Tveir voru í framboði; Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður FF og framhaldsskólakennari við MA, og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari í FG.  Atkvæði féllu þannig: Guðjón Hreinn Hauksson hlaut 660 atkvæði eða 74,83% Gunnar Hólmsteinn Ársælsson hlaut 181 atkvæði eða 20,52% Auðir seðlar voru 41 eða 4,65% Á kjörskrá voru 1.763 og greiddu 882 atkvæði eða 50%.  Guðjón Hreinn Hauksson er því réttkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara fram að næsta reglulega aðalfundi FF sem verður haldinn árið 2022.  Formannskjörið var rafrænt og fór fram dagana 17. til ...
Formannskosningar hjá Félagi framhaldsskólakennara hófust 17. september og standa til 23. september. Í framboði eru Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður FF og framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri, og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Kosningarnar verða rafrænar og fara fram á Mínum síðum.  Kosning hefst: Klukkan 12 þriðjudaginn 17. september Kosningu lýkur: Klukkan 14 mánudaginn 23. september.    Kjörtímabil hins nýja formanns er frá næstu mánaðamótum til næsta reglulega aðalfundar Félags framhaldsskólakennara árið 2022.   Hér eru áherslur og stefnumál frambjóðenda: {slider Guðjón Hreinn Hauksson} Hvers vegna býður ...
Alls höfðu 22% kosið í formannskjöri Félags framhaldsskólakennara klukkan 10 í morgun. Atkvæðagreiðslan hófst á hádegi á þriðjudag og henni lýkur klukkan 14 á mánudag, 23. september.  Tveir eru í framboði til formanns; Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður FF og framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri, og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Kjörstjórn hvetur félagsfólk í FF til að taka þátt í kosningunni.    Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Ísl...
  Smásagnakeppni KÍ er í fullum gangi og smásögur farnar að berast hvaðanæva af landinu. Lokafrestur til að skila inn sögu er 20. september.  Við hvetjum kennara til að hvetja nemendur til þátttöku.  Tilefni smásagnasamkeppninnar er Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur hérlendis og um veröld alla 5. október. Þátttaka í keppninni hefur frá upphafi verið góð í flestum aldursflokkum og ljóst að börn og ungmenni búa yfir áhuga á skáldskap. Við hvetjum kennara á öllum skólastigum til að láta nemendur vita af keppninni og jafnvel má nýta hana í skólastarfinu.  Keppt er í fimm flokkum:  leikskólinn grunnskólinn 1. – 4. bekkur grunnskólinn 5. – 7. bekkur grunnskólinn 8...
Formannskjör í Félagi framhaldsskólakennara (FF) hófst klukkan 12:00 í dag.  Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til klukkan 14:00 mánudaginn 23. september næstkomandi.  Tveir eru í framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara:  Guðjón Hreinn Hauksson, starfandi formaður Félags framhaldsskólakennara og framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri.  Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Kjörtímabil formanns verður frá næstu mánaðamótum til næsta reglulega aðalfundar Félags framhaldsskólakennara árið 2022.    Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á á Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að...
Starfandi grunnskólakennarar geta nú sótt um tíu daga kennaraskipti eftir að samstarf milli Félags grunnskólakennara og Kennarasamtaka Alberta-ríkis í Kanada var komið á. Með samstarfinu gefst kennurum einstakt tækifæri til alþjóðlegrar starfsþróunar, læra og bera saman ólíkar aðferðir og mismunandi nálgun á starfið milli skólakerfa. Búið er að opna fyrir umsóknir en umsóknarfrestur er til 25. október 2019. Sótt er um kennaraskipti hjá Hjördísi Albertsdóttur, varafomanni Félags grunnskólakennara, í gegnum netfangið . Hjördís veitir allar frekari upplýsingar.  Umsækjendur þurfa að vera félagsmenn í Félagi grunnskólakennara með minnst fimm ára starfreynslu sem slíkir. Geta skilið og tjáð sig á ensku, búið yfir sveigjanleika, aðlögunarh...