is / en / dk

Frumvarpsdrög nýrra laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla eru nú aðgengileg í Samráðsgátt stjórnvalda. Tilgangur frumvarpsins er að gefa framvegis út eitt leyfisbréf til kennslu hérlendis í stað þriggja. Einnig stendur til að lögfesta ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra.  Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, skrifaði grein um málið þar sem hann hvatti félagsmenn til að kynna sér drögin og gera athugasemdir við efni þeirra. Hann fer ítarlega yfir upphaf málsins, söguna og fleira og segir í niðurlagi: „Ég held ég hafi gert grein fyrir helstu atriðum frumvarpsdraganna hér að ofan. Nú hvet ég kennara til að lesa frumv...
Félag leikskólakennara stendur fyrir kjarafundum í öllum svæðadeildum nú í febrúar og mars en fundirnir eru liður í undirbúningi kjarasamninga. Kjarasamningar FL renna út þann 30. júní nk. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundina enda mikilvægt að raddir þeirra heyrist í þessari vinnu. Fundaplan: 26. febrúar í 2. deild. Kl. 17:00. Hörðuvallaskóli Kópavogi. 4. mars í 5. deild. Kl. 17:00. KK restaurant Sauðárkróki. 6. mars í 8. deild. Kl. 17:00. Hleðsluhöllinni/Iðu Selfossi 7. mars í 9. deild. Kl. 19:00. Leikskólinn Vesturberg Reykjanesbæ. 11. mars í 3. deild. Kl. 18:00. Leikskólinn Ugluklettur Borgarnesi 12. mars 4. deild. Kl. 17:30. Leikskólinn Sólborg Ísafirði. 13. mars 6. deild. Kl. 17:00. Brekkuskóli Akureyri. ...
Orlofssjóður KÍ opnar fyrir bókanir á sumarhúsum og íbúðum á Spáni næstkomandi mánudag, 18. febrúar. Hægt verður að bóka frá og með klukkan 18.00. Fyrstur kemur fyrstur fær. Allar upplýsingar um eignirnar má finna á Opnað verður fyrir bókanir innanlands í apríl eða sem hér segir: Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 18:00 – þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar sem eiga punkta Minnt er á aðra orlofskosti sem félagsmenn eru hvattir til að kynna sér: Útilegu-, Veiði- og Golfkort niðurgreidd af OKÍ....
Starfsemi Kennarasambands Íslands flyst í ný húsakynni á vordögum. Gengið var frá kaupum á sjöttu hæð Borgartúns 30 fyrr í dag. Aðdragandinn hefur verið langur en um þessar mundir eru fimmtán ár síðan markvisst var farið að leita leiða við að leysa úr húsnæðisvanda Kennarasambandsins. Húsnæðismál KÍ hafa verið viðfangsefni allra þinga sambandsins síðan árið 2005.  Hið nýja húsnæði mætir nútímakröfum félagsmanna en aðgengismál fyrir fatlaða og hreyfihamlaða hafa aldrei verið í lagi í Kennarahúsinu. Þá verður aðstaða til funda afar góð í hinu nýja húsnæði sem og vinnuaðstaða starfsfólks.  Samræður við forsætisráðherra um framtíð Kennarahússins standa yfir og mun Kennarasambandið leita allra leiða til að halda húsinu í sinni vörslu ...
Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að hagsmundir nemenda verði hafðir að leiðarljósi.   Áskorun Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara. Ólík skólastig krefjast ólíkrar nálgunar. Kennaramenntun í landinu miðast við þrj ólík skólastig. Framhaldsskólakennarar hafa nauðsynlega sérkþekkingu í sínum fögum til að kenna námsgreinar miðað við námsefni og kröfur til nemenda á framhaldsskólastigi. Það er í meira lagi undarlegt að sérþe...
Nánasta umhverfi Kennarahússins tekur breytingum í dag þegar Gömlu Hringbraut verður lokað endanlega að hluta. Lokunin nær frá Laufásvegi í vestri að innkeyrslu á bílastæði Landspítalans í austri. Þá verður hluta Gömlu Hringbrautar, fyrir neðan Einarsgarð, lokað tímabundið eða til 8. mars næstkomandi. Umferð verður beint um Vatnsmýrarveg og hægt verður að komast þaðan upp á Laufásveg og Barónsstíg.  „8. febrúar markar viss tímamót í uppbyggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut. Mikilvægt er að almenningur kynni sér vel þær breytingar sem verða á akstri bæði einkabíla og strætisvagna um svæðið í nálægð við Landspítala," segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH.  Breytingar verða á akstri strætisvagna vegna framkvæm...
Orðsporið 2019 – hvatningarverðlaun veitt á Degi leikskólans – kemur í hlut Seltjarnarnesbæjar þetta árið. Seltjarnarnesbær hlýtur verðlaunin fyrir að vera það sveitarfélag sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning. Efnt var til hátíðarhalda í leikskólanum Brákarborg við Brákarsund í morgun. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarness, Orðsporið 2019. Börnin á Brákarborg skemmtu gestum með fallegum söng.  Skólamálanefnd Félags leikskólakennara gerði nýverið könnun meðal allra sveitarfélaga landsins þar sem spurt var um atriði á borð við aukinn undirbúningstíma, tölvukost, styttingu vinnuviku...
Bjarkey Sigurðardóttir, nemandi í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi, bar sigur úr býtum í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasambandið efndi til í tilefni Dags leikskólans. Bjarkey tók við viðurkenningu úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á samkomu í leikskólanum Brákarborg í Reykjavík í morgun. Verðlaunaljóð Bjarkeyjar ber titilinn Sumar. Sumar Sumar er sólblítt, gaman er þá. Að dansa í sumarkjólnum og borða snakk.    Umsögn dómnefndar: Haglega samið ljóð í ætt við ferskeytlu að formi og fjallar um þá tilfinningu þegar sumarið hellist yfir mann af fullum þunga. Orðið „sólblítt“ er ljóðrænt og sérstaklega skemmtilegt og bendir til myndrænnar og skapandi hugsunar ljóðskáldsins.  Önnur...
Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til ýmsar breytingar um hvernig staðið verði að söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi. Lagt er til að tekinn verði upp vettvangur um samráð á milli aðila í aðdraganda kjarasamninga, svipað og tíðkast í Noregi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nefndarinnar. Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ, sat í nefndinni fyrir hönd Kennarasambandsins en auk hans áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, ríkissáttasemjara, velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM, ASÍ, Hagstofu Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Þá er í skýrslunni að finna Drög að samkomulagi ...
Líðan nemenda er almennt góð skv. rannsókn á vegum Rannsóknastofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands. Um 90% nemenda svara að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum en um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. WHO) byggja á svörum rúmlega 7.000 íslenskra nema.  Um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk telja að kennurum sé annt um sig sem er jákvæð niðurstaða og treysta langflestir kennara sínum og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum.  Í rannsókninni var spurt um líkamsrækt og hreyfingu og flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfa sig reglulega en þó dregur úr hreyfingu með h...