is / en / dk

Síðasti fundur stjórnar Félags framhaldsskólakennara í formennskutíð Guðríðar Eldeyjar Arnardóttur var haldinn í gær. Guðríður hverfur til annarra starfa sem skólameistari MK og tekur Guðjón H. Hauksson, varaformaður FF, við sem formaður fram að formannskosningum sem verða haldnar í haust. Steinunn Inga Óttarsdóttir var jafnframt skipuð framkvæmdastjóri þar til nýr formaður hefur verið kjörinn. Stjórn FF hefur falið uppstillinganefnd FF og kjörstjórn að hlutast til um kosningu nýs formanns FF hið fyrsta. Kjörstjórn sendir nánari leiðbeiningar til félagsmanna og trúnaðarmanna. „Ég hef átt gott og gjöfult samstarf við forystu Félags framhaldsskólakennara og félagsmenn almennt alla. Ég hef haft óhemju gaman af þeim verkefnum sem ég ...
Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá 31. mars sl. Í ljósi þess að ekki verður samið fyrir sumarleyfi undirritaði formaður Félags framhaldsskólakennara ásamt formanni Félags stjórnenda, framlengda viðræðuáætlun sem felur í sér 105.000 króna eingreiðslu til félagsfólks þann 1. ágúst nk.* Eingreiðslan er nokkurs konar innborgun á væntanlegar launahækkanir félagsmanna þar sem samningar hafa og munu tefjast um hálft ár í það minnsta. Þannig er upphæðin hluti fyrirhugaðra launabreytinga og gildistíma hins endurnýjaða kjarasamnings og verður metin sem hluti kostnaðaráhrifa hans. Samninganefnd FF taldi betra að ræða saman undir friðarskyldu og tryggja félagsmönnum þó að lágmarki þær launahækkanir sem samið var um á alme...
Fyrsti samningafundur Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsakynnum Ríkissáttasemjara í júní. Á fundinum var meðal annars farið yfir „stóru myndina“ vegna komandi kjarasamninga, svo sem hvernig megi nálgast markmið um jöfnun launa á milli markaða, það er hins opinbera og hins almenna. Samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna fylgdi vilyrði um að laun milli markaða á tímabilinu 2016 til 2026. Þá skiptir máli hvernig viðræðum vindur fram um launaþróunartryggingu, vinnumarkaðsmál og Þjóðhagsráð.  Sameiginleg viðræðuáætlun fimm aðildarfélaga (Félags grunnskólakennara, Skólastjórafélags Íslands, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla og Félags kennara og stjórn...
Samtök móðurmálskennara hafa opnað fyrir aðgang að tímaritinu Skímu á vefnum. Um er ræða tölublöð frá 2004 til 2018.  Skíma er málgagn Samtaka móðurmálskennara og kemur nú út einu sinni á ári, á haustmisseri. Skíma tekur við greinum og hvers kyns áhugaverðu efni sem erindi getur átt til móðurmálskennara. Skilafrestur er 1. ágúst ár hvert.  Efni skal komið til ritstjóra sem er Guðný Ester Aðalsteinsdóttir (). Auk ritstjórans eru þær Brynja Baldursdóttir, Helga Birgisdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson í ritnefnd. Fjörutíu ára afmæli Skímu og Samtaka móðurmálskennara var fagnað með pompi og prakt í fyrra en fyrsta tölublaðið kom út 1978. Eldri blöð, en þau sem eru á vefnum, er hægt að lesa á bókasöfnum.     
Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hafa verið samþykkt á Alþingi. Með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í takt við alþjóðlega þróun, sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa samráðshóp til að fjalla um framkvæmd og innleiðingu nýju laganna en í honum verða fulltrúar leik-, grunn- og framhaldsskóla, Kennarasambands Íslands, s...
Jafnréttisnefnd KÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt. „Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins,“ segir orðrétt í ályktun nefndarinnar.  Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands hljóðar svo:  Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur e...
Sem fyrr er minnt á mikilvægi þess að lesa í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér ákveðna afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Þessi afturför getur numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri. Yngstu lesendurnir, nemendur í 1.-4. bekk, eru sérstaklega viðkvæmir fyrir sumaráhrifum en börn sem glíma við lestrarerfiðleika, búa við litla lestrarmenningu heima fyrir eða eiga annað móðurmál en íslensku, eru einnig í áhættuhópi. Börn eru mjög dugleg að viðhalda færni sinni og taka framförum hratt. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir afturför nægir að lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn. Gott er að styðjast vi...
Þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi hefur verið samþykkt á Alþingi. Í tillögunni er fjallað um alls 22 aðgerðir sem því tengjast en meginmarkmið þeirra eru að íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins, að íslenskukennsla verði efld á öllum skólastigum ásamt menntun og starfsþróun kennara og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Þingsályktunin hefur mörg og mikilvæg tengsl við skólastarf og má búast við að það hafi áhrif á skólastarf á öllum skólastigum. Má þar nefna áherslu á mikilvægi læsis og stuðning við þá sem hafa íslensku sem annað mál, en skipaður hefur verið verkefnahópur sem marka á heildarstefnu í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og þar á KÍ full...
Kennarasambandið er komið í sumargírinn og því verður Kennarahúsið lokað frá og með klukkan 15:00 alla föstudaga í sumar. Lokunin gildir frá og með deginum í dag, föstudeginum 7. júní 2019.
Félagsmönnun er vinsamlegast bent á að um kl. 14 í dag föstudag, verður unnið við uppfærslu á vefþjónustu í tölvukerfi KÍ. Mínar síður gætu því orðið óvirkar í örfáar mínútur um það leyti.  Ef þið lendið í vandræðum, lokið þá Mínum síðum og reynið aftur stuttu seinna.