is / en / dk

Úthlutun úr Rannsóknasjóði KÍ fyrir árið 2019 liggur nú fyrir. Alls bárust 48 umsóknir en til úthlutunar voru fimm milljónir króna. Þetta er fyrsta úthlutun sjóðsins en stofnað var til hans á 7. Þingi KÍ sem fram fór í apríl í fyrra. Markmið sjóðsins er veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsfólks KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi.    Styrkþegar Rannsóknasjóðs KÍ árið 2019 eru í stafrófsröð: Ármann Halldórsson hlýtur styrk að upphæð 650.000,- krónur fyrir verkefnið Lectio divina. Að þróa og prófa aðferðir við lestur helgirita sem kennsluaðferð í bókmenntum fyrir framhaldsskóla. Eva Harðardóttir hlýtur styrk að upphæð 1.000.000,- fyrir verkefni...
Orlofssjóður KÍ opnar næstkomandi þriðjudag, 4. júní kl. 18.00, fyrir bókarnir á eignum sjóðsins á tímabilinu 30. ágúst 2019 til 7. janúar 2020. Reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær,“ gildir.  Á sama tíma verður opnað fyrir bókanir í eina nótt í eignum Orlofssjóðs sumarið 2019. Aðrar „flakkaraeignir“ verða áfram með tveggja nátta lágmarksleigu í sumar.  Veturinn 2019-20 verður áfram bundin helgarleiga frá föstudegi kl. 16 til sunnudags kl. 18 í orlofshúsum okkar á Flúðum og Kjarnaskógi, enda hefur þetta fyrirkomulag mælst mjög vel fyrir hjá félagsmönnum. Sú breyting er gerð frá og með 30. ágúst 2019 að ekki er hægt að kaupa þrif í lok dvalar á Flúðum. Verið er að athuga hvort einkafyrirtæki á svæðinu muni taka lokaþrif að sér og ve...
Félag grunnskólakennara (FG), Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélag Íslands (SÍ) hafa gert samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Formenn aðildarfélaganna fimm ásamt Ragnari Þór Péturssyni, formanni KÍ, skrifuðu undir samkomulagið í húsakynnum Sambandsins fyrr í dag.  Samkomulagið felur meðal annars í sér að aðilar komi saman til fundar í júní, kynni skipan samninganefnda og leggi fram helstu markmið og áherslur í komandi kjaraviðræðum. Ráðgert er að haga samningaviðræðum þannig að umræður um sameiginleg mál aðildarfélaga KÍ verði rædd milli samninganefndar Sambandsins ...
Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Að því tilefni verður Nótan í sérstökum hátíðarbúningi þar sem öllum tónlistarskólum verður boðið að senda tónlistaratriði á allsherjar uppskeruhátíð í Hörpu þann 29. mars 2020. Yfirstjórn þykir við hæfi að sem flestir fagni þessum tímamótum og því er þemað að þessu sinni: hljómsveitir eða hópatriði. Gert er ráð fyrir að hámarks tímalengd atriða verði fimm mínútur og að smærri skólar geti sent eitt atriði en stærri skólar tvö. Einungis er hægt að gera ráð fyrir að eitt atriði frá hverjum skóla geti komið fram í Eldborgarsal Hörpu en þar sem um væri að ræða tvö atriði frá skóla myndi annað atriðið verða flutt í Hörpuhorninu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verð...
Alls bárust 48 umsóknir í Rannsóknasjóð Kennarasambands Íslands. Rannsóknasjóðurinn er nýr af nálinni en stofnað var til hans á síðasta þingi KÍ, sem fram fór í apríl í fyrra. Umsóknarfrestur rann út í gær.  Markmið sjóðsins er að veita styrki sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna í KÍ. Heildarstyrkupphæð er fimm milljónir króna og hámarksstyrkur er 1,5 milljón króna.  Sjóðstjórn mun nú fara yfir umsóknirnar og verður tilkynnt um úthlutun um næstu mánaðamót. 
Marta Sigurðardóttir hefur tekið við formennsku í Félagi kennara á eftirlaunum. Aðalfundur félagsins fór fram í apríl en þá hættu þau Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir og Pétur Bjarnason í stjórn félagsins.  Aðalstjórn FKE er svo skipuð: Marta Sigurðardóttir formaður, Guðmundur B. Kristmundsson og Kristín Ísfeld (kosin til tveggja ára). Halldór Þórðarson og Guðrún Erla Björgvinsdóttir voru kosin í aðalstjórn til eins árs. Í varastjórn eiga sæti Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir.  FKE er öflugt félag og í fréttabréfi félagsins eu kynntar tvær spennandi sumarferðir; annars vegar í Stykkishólm í júlí og um Norðurland í ágúst.  Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu . Það er einn...
Samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar var undirritað á 15. samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag.  Kjaratölfræðinefndin er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Nefndinni er ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga. Aðilar að nefndinni eru forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök...
Þjónustusvið sjóða Kennarasambands Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri við félagsmenn: Vegna fjölda umsókna í endurmenntunar- og sjúkrasjóði KÍ, er afgreiðslutími umsókna sem stendur að meðaltali um 3 vikur. Ef umsókn þarf að fara fyrir næsta fund stjórnar verður hún, ásamt fylgiskjölum, að berast í gegnum fyrir: 20. maí vegna Vonarsjóðs FG/SÍ 22. maí vegna vegna Vísindasjóðs FL/FSL. 31. maí vegna Starfsmenntunarsjóðs FT. Afgreiðsla umsókna eftir fundi getur tekið 2-3 vikur. Afgreiðslutími Vísindasjóðs FF/FS er óbreyttur.  Við vekjum athygli félagsmanna á breyttum símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2019: Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóðum Kenn...
Stjórn skipaði 14. maí 2019 sl. Karen Maríu Jónsdóttur forstöðumann Höfuðborgarstofu, stjórnarmann Baklandsins í Listaháskóla Íslands til 2022. Hún tekur við af Rúnari Óskarssyni tónlistarmanni sem hefur verið stjórnarmaður í 3 ár. Karen María er með diplóma á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í stjórnun stofnana frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í leikhúsfræðum og meistaragráðu í þverfaglegri listgreinakennslu frá Háskólanum í Amsterdam og BA gráðu í listdansi frá ArtEZ listaháskólanum í Arnhem. Karen María hef¬ur starfað síðastliðin átta ár á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Fyrst sem verkefnastjóri viðburða þar sem hún fór fyrir skipulagninu stærstu hátíða ¬borg¬arinnar eins og Menningarnó...
Rannsóknasjóður Kennarasambands Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki og er umsóknarfrestur 20. maí 2019.  Stofnað var til Rannsóknasjóðsins á 7. þingi KÍ, sem var haldið 10. til 13. apríl 2018, og er markmið sjóðsins að veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu sem félagsmenn KÍ hafa þörf fyrir og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi.  Stjórn sjóðsins hefur sett fram áherslusvið fyrir skólaárið 2019 til 2020, samkvæmt 8. grein reglna Þróunarsjóðs KÍ, og skulu þau beinast að:  Daglegu starfi félagsmanna, viðfangsefnum sem spretta úr daglegri önn skólastarfsins Breytilegu hlutverki menntunar Nýjum viðfangsefnum, áherslum og starfsað...