is / en / dk

Gatnamótum Gömlu Hringbrautar og Laufásvegur hefur verið lokað tímabundið vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. Þetta hefur í för með sér að félagsmenn, sem eru vanir að aka eftir Gömlu Hringbraut þurfa að taka krók – best er að beygja upp Njarðargötu og aka síðan Laufásveg í átt að Kennarahúsinu.  Þessi lokun mun standa til jóla. Frekari lokanir verða á nýju ári og verða þær kynntar þegar að þeim kemur. 
Þátttaka í netkönnun þar sem spurt var um vef Kennarasambandsins var afar góð en um 1.500 félagsmenn tóku þátt. Netkönnunin var send til allra félagsmanna KÍ í tölvupósti. Unnið er að endurbótum á vef sambandsins og því var leitað til félagsmanna um viðhorf þeirra til vefsins og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Markmiðið með endurbótum á vefnum er einfalt; að veita félagsmönnum KÍ enn betri þjónustu en áður.  Um 500 svör bárust við opnum spurningum en það þykir mikið í könnun af þessu tagi. Svör félagsmanna eru mikilvægur hluti í undirbúningsferlinu og verður næstu vikurnar unnið úr því efni sem varð til í könnuninni.  Kennarasamband Íslands sendir öllum þeim sem gáfu sér tíma til að taka þátt í könnuninni bes...
Kennarafélög Kvennaskólans og Fjölbrautaskólans í Garðabæ mótmæla harðlega hugmyndum um að gefið verði út leyfisbréf til kennara óháð skólastigum. Í ályktun Kennarafélags FG kemur fram að stjórnvöld og yfirvöld menntamála þurfi miklu frekar að horfa til annarra þátta í menntakerfi landsins, með það að markmiði að bæta menntun á Íslandi. Kennarafélag Kvennaskólans segir að með hugmyndunum um eitt leyfisbréf sé vegið að sérþekkingu kennara og sérhæfingu á hverju skólastigi. Auk þess eru hagsmunir nemenda ekki hafðir að leiðarljósi. Kennarafélagið mælist til þess að efni kennaramenntunarlaga um heimild kennara til að kenna í samræmi við menntun sína á aðliggjandi skólastigi komist í framkvæmd. Ályktun Kennarafélags Fjölbrautaskólans í G...
Jafnréttisnefnd Kennarasasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna „Klausturmálsins“ svokallaða. Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að uppræta alla hatursfulla orðræðu „sem og þá sem var viðhöfð í margumræddu hófi þannig að hún verði aldrei viðurkennd,“ eins og segir orðrétt. Jafnréttisnefnd KÍ hvetur til fræðslu um jafnréttismál á Alþingi og einnig er lögð áhersla á að nemendur á öllum skólastigum fái kennslu í jafnréttis- og kynjafræðum.  Ályktun jafnréttisnefndar KÍ hljóðar svo:  „Vegna frétta af ógeðfelldu orðbragði nokkurra þjóðkjörinna einstaklinga vill jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri: Jafnréttisnefnd KÍ tekur undir og hvetur til þess að fræðsla um jafnréttismál verði hluti...
Undanþágunefnd grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 samþykkti 40,8% fleiri umsóknir en árið áður, þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar. Teknar voru til afgreiðslu 434 umsóknir og af þeim voru 383 samþykktar. Umsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt frá skólaárinu 2012-2013, en eru þó enn tæplega helmingur þess sem tíðkaðist fyrir skólaárið 2007-2008.  Athygli vekur að hlutfall einstaklinga sem fá undanþágu án þess að vera með starfsreynslu við kennslustörf hefur farið hækkandi nokkur síðustu ár og er nú ríflega helmingur samþykktra umsókna eða 54,3%. Flestir einstaklingar hafa fengið undanþágu til almennrar kennslu eða 48,3%. Meirihluti umsókna eru vegna einstaklinga á aldursbilinu 31-40 ára eða 48,2%. Bráðabirgðatölur liggja n...
Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá klukkan 15 í  dag.    
Félagsmenn KÍ eru hvattir til að kynna sér réttindi varðandi desember-, orlofs- og annaruppbót. Um mismunandi upphæðir er að ræða eftir kjarasamningum en allar upplýsingar má finna á heimasíðu KÍ.   
Kennarafélög Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans við Sund og Menntaskólans að Laugarvatni mótmæla hugmyndinni um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum. Kennaranám byggir á því að auka hæfi og getu kennara til að kenna á hverju skólastigi fyrir sig og það þjónar ekki hagsmunum nemenda að gefa út eitt leyfisbréf. Ályktun Kennarafélags Menntaskólans að Laugarvatni Félagsfundur Kennarafélags Menntaskólans að Laugarvatni, haldinn 26. nóvember 2018, mótmælir hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum, þ.e. á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Félagið telur að þessar hugmyndir séu ekki til þess fallnar að hagsmunir nemenda séu hafðir í fyrirrúmi. Vegið sé að faglegum for...
Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að tryggt verði að nemendur hljóti alltaf bestu mögulega menntun. Áskorun Kennarafélags Menntaskólans við Hamrahlíð til mennta- og menningarmálaráðherra. Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eiga það sameiginlegt að þar fer fram menntun. Hún er hins vegar með afar ólíku sniði og krefst sérþekkingar á hverju stigi fyrir sig.  Kennarafélag MH krefst þess að fagleg sérhæfing verði virt. Tryggja skal a...
Félagsmenn Kennarasambands Íslands eru góðfúslega beðnir að taka þátt í netkönnun um vef sambandsins. Könnunin hefur verið send í tölvupósti til félagsmanna.  Unnið er að miklum endurbótum á vef KÍ og liður í því er að leita til allra félagsmanna um viðhorf og skoðanir á hvað megi betur fara. Markmiðið með endurgerð vefsins er enda að veita félagsmönnum KÍ enn betri þjónustu í framtíðinni og setja upplýsingar þannig fram að auðvelt sé að nálgast þær.  Það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni og vonum við að sem flestir gefi sér tíma til þátttöku. .  Netkönnunin verður opin til hádegis þriðjudaginn 27. nóvember nk. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst á.