is / en / dk

Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til ýmsar breytingar um hvernig staðið verði að söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi. Lagt er til að tekinn verði upp vettvangur um samráð á milli aðila í aðdraganda kjarasamninga, svipað og tíðkast í Noregi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nefndarinnar. Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur KÍ, sat í nefndinni fyrir hönd Kennarasambandsins en auk hans áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, ríkissáttasemjara, velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM, ASÍ, Hagstofu Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Þá er í skýrslunni að finna Drög að samkomulagi ...
Líðan nemenda er almennt góð skv. rannsókn á vegum Rannsóknastofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands. Um 90% nemenda svara að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum en um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. WHO) byggja á svörum rúmlega 7.000 íslenskra nema.  Um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk telja að kennurum sé annt um sig sem er jákvæð niðurstaða og treysta langflestir kennara sínum og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum.  Í rannsókninni var spurt um líkamsrækt og hreyfingu og flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfa sig reglulega en þó dregur úr hreyfingu með h...
Ríflega eitt hundrað ljóð, sögur og textar bárust frá leikskólabörnum, víðsvegar af landinu, í samkeppninni Að yrkja á íslensku. Um er að ræða ritlistarsamkeppni meðal leikskólabarna sem nú er haldin í fyrsta skipti og tilefnið er . Samkeppnin er liður í í haust. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess. Það styttist í Dag leikskólans en honum er fagnað 6. febrúar ár hvert og hefur svo verið gert síðustu ellefu árin. Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín hér á landi.  Dómnefndar bíður nú ærið en ánægjulegt verkefni við að lesa og rýna í hið frjóa og flotta framlag leikskólabarnanna sem tóku þátt. Ú...
Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Kennarahúsið í dag ásamt samstarfsfólki úr ráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Kennarasambands Íslands og heilsaði upp á starfsfólk. Eftir ferð um húsið tók við fundur með formanni og varaformanni KÍ þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi innan sambandsins.  Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að umræða um menntamál sé lifandi og töluvert var rætt um leiðir til að auka enn frekar aðsókn í kennaranám. Mikil ánægja var með heimsókn ráðherra enda hefur samstarfið verið farsælt undanfarið.      
Blásið hefur verið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni sem haldinn verður hátíðlegur, venju samkvæmt, 6. febrúar næstkomandi. Verkefnið er að „yrkja á íslensku“ á hvaða formi sem hentar leikskólabörnum best. Hægt er að senda ljóð, vísur, sögur og svo framvegis – efnistök eru frjáls.  Samkeppnin er liður í sem Kennarasamband Íslands hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara á liðnu hausti. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess.  Dómnefnd skipa Haraldur Freyr Gíslason, Sigrún Birna Björnsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir.  Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana á Degi leikskólans.  Skilafrestur er til 18. janúar 2019. Netfang samkeppninnar er   Lesið um Dag l...
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að halda upp á daginn með einhverjum hætti. Margir leikskólar hafa opið hús og eða vekja athygli á frábæru starfi leikskólanna með öðrum hætti. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Auk þess sem leikskólar um allt land gera starf sitt sýnilegt. ...
  Svæðistónleikum Nótunnar 2019 er lokið. Fram undan er sjálf lokahátíðin sem fer fram í Hofi á Akureyri 6. apríl næstkomandi.  Nótan hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2010 og er ætlað að vera vekja athygli á starfi tónlistarskólanna og um leið veita tónlistarnemendum viðurkenningu fyrir afrakstur vinnu sinnar. Þátttakendur í Nótunni eru á öllum aldri, á öllum stigum tónlistarnáms og koma hvaðanæva af landinu. Svæðistónleikar Nótunnar 2019 verða haldnir á eftirtöldum stöðum og dögum: Kraginn, Suðurland og Suðurnes Salnum í Kópavogi – fóru fram laugardaginn 16. mars 2019.  Um liðna helgi:  Norðurland / Austurland Eskifjarðarkirkju – laugardaginn 23. mars Vesturland / Vestfirðir ...
Stórauka þarf aðsókn í kennaranám og kynnti menntamálaráðherra tillögur þar að lútandi í ríkisstjórn fyrir jólin. Vonir standa til að stjórnvöld geti kynnt úrbætur á þessu ári og hrint þeim í framkvæmd. Helstu tillögur eru að starfsnám á vettvangi verði launað, leiðsögn nýliða verði efld á öllum skólastigum og að útskrifuðum kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn verði fjölgað.  Þessar tillögur og fleiri eru mikilvæg skref til að efla starfsumhverfi kennara en ráðherra bendir einnig á í grein í Morgunblaðinu í dag, 2. janúar, að brýnt sé að þjóðarsátt verði um starfskjör kennara og skólastjórnenda. Það sé forsenda þess að Ísland verði með framúrskarandi menntakerfi, segir ráðherra.  Á þingi KÍ vorið 2018 kom fram í máli...
Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð á aðfangadag og milli jóla og nýárs. Þá er athygli félagsmanna vakin á því að á morgun, föstudaginn 21. desember, verður Kennarahúsinu lokað klukkan 12.  Opnum aftur á nýju ári, klukkan 9.00, miðvikudaginn 2. janúar 2018.    Frá Orlofssjóði: Orlofssjóður verður með símavakt 27. og 28. desember frá 9 til 12. Síminn er 595 1111 (veljið 2). Tölvupóstum sem berast á verður svarað fyrrnefnda daga.  Utan þessara daga eru leigjendur beðnir að hringja í umsjónarmenn ef um neyðartilfelli er að ræða. Símanúmer umsjónarmanna er að finna á samningi.           
Vitundarvakning VIRK hófst nýverið með auglýsingum sem vekja eiga athygli á forvarnarverkefni sem nú er unnið að innan VIRK. Markmiðið er að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Auk vitundarvakningarinnar og vefsíðunnar er einnig verið að undirbúa rannsókn á vegum VIRK. Rannsóknin miðar að því að einangra breytur sem hafa áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru með það að leiðarljósi að hægt væri að nýta niðurstöðurnar til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði.   ...