is / en / dk

Samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar var undirritað á 15. samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag.  Kjaratölfræðinefndin er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Nefndinni er ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga. Aðilar að nefndinni eru forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök...
Þjónustusvið sjóða Kennarasambands Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri við félagsmenn: Vegna fjölda umsókna í endurmenntunar- og sjúkrasjóði KÍ, er afgreiðslutími umsókna sem stendur að meðaltali um 3 vikur. Ef umsókn þarf að fara fyrir næsta fund stjórnar verður hún, ásamt fylgiskjölum, að berast í gegnum fyrir: 20. maí vegna Vonarsjóðs FG/SÍ 22. maí vegna vegna Vísindasjóðs FL/FSL. 31. maí vegna Starfsmenntunarsjóðs FT. Afgreiðsla umsókna eftir fundi getur tekið 2-3 vikur. Afgreiðslutími Vísindasjóðs FF/FS er óbreyttur.  Við vekjum athygli félagsmanna á breyttum símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2019: Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóðum Kenn...
Stjórn skipaði 14. maí 2019 sl. Karen Maríu Jónsdóttur forstöðumann Höfuðborgarstofu, stjórnarmann Baklandsins í Listaháskóla Íslands til 2022. Hún tekur við af Rúnari Óskarssyni tónlistarmanni sem hefur verið stjórnarmaður í 3 ár. Karen María er með diplóma á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í stjórnun stofnana frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í leikhúsfræðum og meistaragráðu í þverfaglegri listgreinakennslu frá Háskólanum í Amsterdam og BA gráðu í listdansi frá ArtEZ listaháskólanum í Arnhem. Karen María hef¬ur starfað síðastliðin átta ár á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Fyrst sem verkefnastjóri viðburða þar sem hún fór fyrir skipulagninu stærstu hátíða ¬borg¬arinnar eins og Menningarnó...
Rannsóknasjóður Kennarasambands Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki og er umsóknarfrestur 20. maí 2019.  Stofnað var til Rannsóknasjóðsins á 7. þingi KÍ, sem var haldið 10. til 13. apríl 2018, og er markmið sjóðsins að veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna KÍ í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu sem félagsmenn KÍ hafa þörf fyrir og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi.  Stjórn sjóðsins hefur sett fram áherslusvið fyrir skólaárið 2019 til 2020, samkvæmt 8. grein reglna Þróunarsjóðs KÍ, og skulu þau beinast að:  Daglegu starfi félagsmanna, viðfangsefnum sem spretta úr daglegri önn skólastarfsins Breytilegu hlutverki menntunar Nýjum viðfangsefnum, áherslum og starfsað...
  Kennarasamband Íslands hvetur félagsmenn til að sýna samstöðu og mæta á baráttufundi og kröfugöngur á alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla.  Baráttufundir og kröfugöngur verða haldnar um land allt og hvetur KÍ félagsmenn til að kynna sér dagskrá í sinni heimabyggð og taka þátt. Samtakamátturinn skiptir alltaf máli. KÍ kemur formlega að hátíðarhöldum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan 13:00. Kröfugangan leggur af stað klukkan 13.30 og verður gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og endað á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin S...
„Það á eftir að svara stórum spurningum í kjaramálum opinberra starfsmanna. Vonandi verður hér til þjóðarsátt. Það er þó býsna langt í land með það. Við þurfum að taka stóru málin til umræðu á stóra sviðinu og horfast í augu við það að þau sitja öll pikkföst vegna þess að í samfélag okkar vantar grunnforsenduna, traust,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, í ræðu á ársfundi KÍ sem haldinn var í dag á Hótel Sögu. Ragnar Þór sagði hina svokölluðu „lífskjarasamninga“ ekki vera nægan grundvöll nýrrar þjóðarsáttar. Um lífeyrismálin sagði Ragnar Þór: „Mér þykir leitt að þurfa að segja það en síðustu mánuði hef ég orðið áþreifanlega var við að leikreglur lífeyrissjóðakerfisins eru algjörlega í lausu lofti“. „St...
Lokahátíð Nótunnar 2019 fór fram í dag í Hofi á Akureyri. Það voru fleiri hundruð tónlistarnemar sem tóku þátt í svæðistónleikum um allt land til að öðlast þátttökurétt á lokahátíðinni. Að lokum voru það 24 atriði og um 70 nemendur sem stigu á stokk í Hofi í dag en þetta er í fyrsta skipti sem lokahátíðin er haldin utan Reykjavíkur. Á lokahátíðinni var valið besta atriði Nótunnar 2019, þá fengu tvö atriði viðurkenningu Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og 7 atriði auk þriggja framangreindra atriða fengu verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa.   ÚTNEFNINGUNA BESTA ATRIÐI NÓTUNNAR 2019 HLAUT: Baldur Þórarinsson, átta ára sellónemandi í grunnnámi við Tóns...
Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2019-2020. Sjóðnum bárust alls 100 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmar 219 millj. kr. Veittir voru styrkir til 44 verkefna að upphæð rúmlega 57 millj. kr. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru: Efling íslenskrar tungu Lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa Færni til framtíðar  Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 19, í grunnskólum 54, í framhaldsskólum 10 og þvert á skólastig 17 umsóknir (þar af var 1 umsókn...
  Hver er staða íslenskukennslu í skólakerfinu?, Hvað virkar vel og hvað má gera betur? Hefur þú skoðun á því eða hugmynd sem þig langar að koma á framfæri? Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipuleggur ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasamband íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hinn 1. apríl nk. Ráðstefnan er liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðunum er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar eru niðurstöður rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt er af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, íslenska í gr...
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett í gang vinnu við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla. Send hefur verið könnun til allra grunnskóla landsins þar sem spurt er um innleiðingu núverandi aðalnámskrár og hvernig hún nýtist í hverjum skóla fyrir sig.  Samhliða spurningakönnuninni verða átta skólar, víðsvegar um landið, sóttir heim og tekin viðtöl við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra til að fá skýrari mynd af stöðunni.  „Ég hvet skólafólk til þess að taka virkan þátt í þessari könnun og miðla af reynslu sinni. Það er dýrmætt fyrir okkur að fá greinargóðar upplýsingar um hversu vel námsskráin nýtist í daglegu starfi, viðhorf skólasamfélagsins til þeirra áherslna sem þar er að finna og hvernig til tókst með inn...