Faghópur um skapandi leikskólastarf
08. September 2019

Félög kennara og stjórnenenda og Kennarasamband Íslands  bjóða til fræðslu- og umræðufundar um Gæðamenntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030 víða um land. Allir áhugasamir og þá sérstaklega listgreinakennarar á hverjum stað eru velkomnir á fundina. Tilgangurinn er að stuðla að auknu samstarfi og samtali um hlutverk listgreina í gæðamenntun með það að markmiði að koma þeirri mikilvægu rödd að í mótun opinberrar menntastefnu.

Markmið umræðufundarins eru:

·         Að ræða sameiginlegan skilning á menntun fyrir alla sem leiðarljós nýrrar menntastefnu til umbóta í skólastarfi og auka þar með jöfnuð meðal allra hópa skólasamfélagsins.

·         Að ræða mikilvægi lærdómssamfélags og tækifæri til samstarfs og starfsþróunar á hverjum stað.

·         Að ræða þverfaglegt samstarf á sviði mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og ráðgjöf við nemendur, starfsfólk og foreldra.

·         Að ræða hvernig aðilar í heimabyggð setja verkefni sem tengjast menntun fyrir alla á dagskrá.

 

Hér á eftir fara dag- og staðsetningar fundanna og þar fyrir neðan má sjá dagskrá þeirra. Fundirnir eru haldnir í tengslum við svæðaþing Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og er dagskrá þinganna helguð þessum fundum eftir hádegi. Það þarf að skrá sig hér.

  

1) Vestfjörðum

Miðvikudaginn 11. september –  Edinborgarhúsinu Ísafirði 

 

2) Austurlandi

Föstudaginn 13. september – Hótel Hérað Egilsstöðum

 

3) Vesturlandi

Miðvikudaginn 18. september – Hótel Borgarnes

 

4) Höfuðborgarsvæðinu

Föstudaginn 20. september – Hvammur Grand Hótel Reykjavík

 

5) Suðurlandi og Suðurnesjum

Fimmtudaginn 10. október  –  Rauða húsið Eyrarbakka

 

6) Norðurlandi

Föstudaginn 11. október – Hamrar Menningarhúsinu Hofi Akureyri

 

Dagskrá:

13:00   

Opnun fundar
Ragnar Steinþór Þorsteinsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti / Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti

 „Menntun fyrir alla“ – hvað þýðir það?

Edda Óskarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands

 Hvert er hlutverk Listaháskóla Íslands og listarinnar?

Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti / Dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti / Elín Anna Ísaksdóttir, aðjúnkt og fagstjóri – skipta með sér þingunum

Raddir kennara

Tvö fimm mínútna innlegg frá annars vegar kennara/stjórnanda í tónlistarskóla og hins vegar listgreinakennara í leik-, grunn- eða framhaldsskóla – raddir frá hverju svæði

14:15     Kaffihlé

14:30    Múrinn

       Hópavinna – hlutur listgreina í nýrri menntastefnu

Lokaorð

15:40    Þinglok