is / en / dk

Upplýsingaveita á vegum fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara og stjórnenda hefur verið opnuð. Á upplýsingaveitunni er að finna fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. 

Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt; að miðla og veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og stuðla þannig að því að upplýsingar um námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, málþing og samstarfsverkefni verði birt á upplýsingaveitunni. Ef vel tekst til verður upplýsingaveitan fastur viðkomustaður skólafólks í nánustu framtíð. 

 

Fræðsla á skólaárinu 2017 til 2018

Um eitt hundrað manns sóttu samræðufund Skólastjórafélags Íslands (SÍ), Skólameistara Íslands (SMÍ) og Menntamálastofnunar á Grand hóteli Reykjavík 20. febrúar 2017. Yfirskrift fundarins var Samræmdur vitnisburður við lok grunnskóla og var velt upp spurningum á borð við: hvernig tókst til vorið 2016?, hvað hefði betur mátt fara? Þá flutti Sigurgrímur Skúlason, frá Menntamálastofnun, erindi sem hann kallaði Hvernig kallast samræmd próf á við námsmat? Frummælendur voru Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri í Garðaskóla, og Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Þá tók við hópastarf og umræður.  

Upptaka frá fundinum á vef Netsamfélagsins. 

Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari VMA; Hvað mátti betur fara? Glærur.

Sigurgrímur Skúlason, hjá Menntamálastofnun; Samræmi og ósamræmi í námsmati grunnskóla vorið 2016. Glærur.

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri í Garðaskóla; Hvernig tókst til vorið 2016? Glærur, erindi

Niðurstaða úr umræðuhópum á samræðufundi SMÍ og SÍ. 

Myndir frá fundinum á Facebook-síðu Skólastjórafélagsins.

Endurmenntun Háskóla Íslands býður félagsmönnum í Félagi stjórnenda leikskóla upp á sértilboð á valin námskeið haustið 2016, sjá nánar hér. Námskeiðin sem um ræðir eru:

 • Hvatning og starfsánægja - áhrif stjórnenda.
 • Að ráða rétta fólkið.
 • Jákvæði sálfræði og styrkleikaþjálfun (coaching) - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt.
 • Erfið starfsmannamál.
 • Jónas Hallgrímsson.
 • Grunnatriði fjármála.
   

Skráning fer fram á vef endurmenntunar og þarf að taka fram félagsaðild í FSL í athugasemdareit.

 

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, verkefnavinnu, handleiðslu, jafningjastuðnings og samræðu. Markhópurinn eru nýir skólastjórnendur en þeir aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun hvað þessa þætti varða eru velkomnir.

Gert er ráð fyrir fjórum dögum á skólaárinu 2017–2018.

Byrjað verður með tveggja daga lotu 18 og 19. september 2017 á Bifröst og síðan verður framhaldið 12. og 13. mars 2018. 

Meginefni námskeiðsins lýtur að faglegri forystu, stjórnun, skipulagi, kjarasamningum, vinnumati, stjórnsýslulögum og starfsmannamálum.

 • Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent á Menntavísindasviði er faglegur leiðbeinandi.
 • Umsjónarmenn námskeiðsins eru Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ og Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.

Námskeiðið fer fram dagana 18. og 19. september Hótel Bifröst. Skráning á námskeið og í gistingu berist á netfangið svanhildur@ki.is fyrir 1. september nk. 

Dagskrá

Mánudagur 18. september

FYRIR HÁDEGI

 • Forysta og leiðtogafærni, kennslufræðileg forysta og stefnumótun. Anna Kristín Sigurðardóttir. 

KLUKKAN 12

 • Hádegisverður

EFTIR HÁDEGI

 • Kynning á SÍ/KÍ. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ
 • Sambandið/skólaskrifstofur. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambandsins
 • Nýr í starfi. Hvað ber að hafa í huga? Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ, og Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ
   

Þriðjudagur 19. september

Kl. 9.00 til 12.00

 • Stjórnsýslulög, grunnur. Anna Rós Sigmundsdóttir, lögfræðingur KÍ
 • Grunnskólalög, lög og reglugerðir
 • Starfsmannamál, ráðningar og áminningar

Kl. 12.00

 • Hádegisverður

Kl. 13.00 til 16.00

 • Kjarasamningar, hvað þarf að hafa í huga við ráðningar og vinnuskýrslugerð, orlofsmál, veikinda- og réttindamál. Guðjón Ágúst Guðjónsson, þjónustufulltrúi á félagssviði KÍ. 
 • Hópavinna og umræður um framhaldið. Svanhildur María og Ingileif. 

Praktísk atriði

Kostnaður er 50 þúsund fyrir utan ferðir og gistingu. 

 • Eins manns herbergi með morgunverði 12.000 kr.
 • Tveggja manna herbergi með morgunverði 15.000 kr.  (7.500 kr á mann.)

Skráning á námskeið og gistingu berist á netfangið svanhildur@ki.is fyrir 1. september 2017
 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42