is / en / dk


Úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar óbreyttar á sameiginlegum fundi stjórna FF, FS og vísindasjóðs, þann 20. nóvember 2018.
 

 1. Tilgangur Vísindasjóðs FF og FS er að stuðla að símenntun eigenda sjóðsins með fjárhagslegum stuðningi. Eigendur sjóðsins eru félagsmenn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum, sem greitt hafa iðgjöld í þrjá mánuði að lágmarki. Komi umsækjandi úr öðru félagi innan KÍ en FF/FS er hann styrkhæfur ef samanlögð félagsaðild nær þremur mánuðum.
 2. Tekjur sjóðsins eru kjarasamningsbundin iðgjöld vinnuveitenda af mánaðarlegum dagvinnulaunum félagsmanna FF og FS í framhaldsskólum sem samið er um í kjarasamningum FF og FS svo og vaxtatekjur.
 3. Stjórn Vísindasjóðs FF og FS er skipuð þremur fulltrúum, tveimur fulltrúum frá Félagi framhaldsskólakennara og einum fulltrúa frá Félagi stjórnenda í framhaldsskólum og einum varafulltrúa að auki frá hvorum aðila, sem kjörnir eru á aðalfundum FF og FS. Nýkjörin stjórn velur sér formann á fyrsta fundi nýrrar stjórnar og skiptir með sér verkum. Ef formaður lætur af störfum á kjörtímabilinu skipar sjóðsstjórn nýjan formann úr sínum hópi. Hverfi aðalmaður úr stjórn tekur varamaður sæti í hans stað.
 4. Allur kostnaður af starfi sjóðsstjórnar og starfsemi sjóðsins greiðist af Vísindasjóði FF og FS svo og sú þjónusta sem KÍ veitir sjóðnum skv. ákvörðunum stjórnar KÍ og þings KÍ og með samningum við stjórn Vísindasjóðs.
 5. Reikningar sjóðsins skulu birtir með reikningum FF og FS. Þeir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum á vegum KÍ og af kjörnum skoðunarmönnum FF og FS.
 6. Stjórn Vísindasjóðs skal að jafnaði halda stjórnarfund annan hvern mánuð og oftar ef þörf krefur. Skrá skal alla fundi stjórnar, dagskrá og ákvarðanir og samþykktir stjórnar.
 7. Hlutverk sjóðsstjórnar er að hafa umsjón með og bera ábyrgð á þeim fjármunum sem vinnuveitendur greiða til sjóðsins skv. kjarasamningum. Stjórnin skal fyrst og síðast hafa hagsmuni félagsmanna FF og FS að leiðarljósi.
 8. Stjórn Vísindasjóðs setur sjóðnum úthlutunarreglur, ber ábyrgð á þeim og úthlutar fjármunum samkvæmt þeim úthlutunarreglum sem gilda hverju sinni. Til að úthlutunarreglur öðlist gildi þarf samþykki allra stjórnarmanna sjóðsins. Sjóðsstjórn endurskoðar úthlutunarreglur einu sinni á ári.
 9. Fyrirhugaðar breytingar á úthlutunarreglum skal bera undir stjórnir FF og FS til samþykktar.
 10. Úthlutunarreglur skulu kynntar og auglýstar á heimasíðum FF og FS, félagsmönnum til upplýsingar og leiðbeiningar og á fundum FF og FS eftir atvikum.
 11. Ef ágreiningur rís, getur félagsmaður vísað máli sínu til stjórna FF eða FS eftir því sem við á. Stjórnir félaganna gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórn Vísindasjóðs í þeim málum.
 12. Reglur (verklagsreglur) Vísindasjóðs eru settar af sjóðsstjórn í samstarfi við stjórnir FF og FS. Verklagsreglum sjóðsins er einungis hægt að breyta að fenginn staðfestingu stjórna FF og FS. Stjórnirnar skulu kynna félagsmönnum reglurnar og breytingar á þeim.
 13. Aðalfundir FF og FS taka afstöðu til grundvallarbreytinga á skipulagi og uppbyggingu sjóðsins.

 

Úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar óbreyttar á sameiginlegum fundi stjórna FF, FS og vísindasjóðs,
þann 20. nóvember 2018

 

UM SJÓÐINN

 • Námskeið, ráðstefnur, skólagjöld, bækur, framhaldsn&aacut...
 • Umsóknir og úthlutunarreglur. Hverjir eiga rétt? Umsóknir á M&...
 • Markmið sjóðsins, stjórn, netfang.
 • Úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar óbreyttar á sa...
 • A deild 2018.
 • B deild 2018.