is / en / dk

Sjóðfélagi getur sótt um  280.000 kr. styrk að hámarki, á 24 mánaða tímabili, vegna endurmenntunar innanlands og utan fyrir:

 • Námskeið
 • Ráðstefnur
 • Skráningar og/eða skólagjöld

Ferða-, gisti- og námskeiðs-/ráðstefnukostnaður er lagður til grundvallar styrkveitingu. Ekki er veittur styrkur vegna námskeiðsgagna, bóka- eða fæðiskostnaðar. Þá er námskeið sem haldið er af launagreiðanda ekki styrkhæft.

Ef sótt er um námskeið á vegum Leikur að læra, þurfa greiðslukvittanir úr banka umsækjanda að fylgja með umsókn.

Styrkir eru greiddir út í einu lagi skv. framvísun kvittana fyrir kostnaði og staðfestingu um þátttöku.

Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða (tók gildi 1. janúar 2017).

Upplýsingar um FERÐAKOSTNAÐ má nálgast hér.

Sjóðfélagi getur sótt um styrk vegna framhaldsnáms á Íslandi ef námið nýtist í starfi. Greiðsla miðast við fjölda eininga, allt að 120 ECTS einingar á 5 ára tímabili. Hver eining er 5.000 kr. Hámarksstyrkur er 600.000 kr. á 5 ára tímabili (5.000*120=600.000).

Umsóknir eru metnar með hliðsjón af því að námið nýtist í starfi og sé framhaldsnám á háskólastigi. 

Ferðakostnaður innanlands er greiddur, 15.000 kr. á önn ef fjarlægð frá námsstað er lengri en 100 km en 30.000 kr. á önn ef fjarlægð frá námsstað er lengri en 250 km.

Styrkur er greiddur eftir að umsókn og staðfesting á loknum einingum* er skilað. Sækja skal um styrk innan 12 mánaða frá því önn lýkur.
 

* Með umsókn um styrk vegna ECTS eininga þarf að fylgja staðfesting frá Nemendaskrá viðkomandi skóla þar sem fram kemur staðinn einingafjöldi og tímabil.

Sjóðfélagi getur sótt um styrk vegna framhaldsnáms í útlöndum ef námið nýtist í starfi. Greiðsla miðast við fjölda eininga, allt að 120 ECTS einingar á 5 ára tímabili. Hver eining er 7.500 kr. Hámarksstyrkur er 900.000 kr. á 5 ára tímabili (7.500*120=900.000). 

Umsóknir eru metnar með hliðsjón af því að námið nýtist í starfi og sé framhaldsnám á háskólastigi. 

Sækja skal um styrk innan 12 mánaða frá því önn lýkur. Styrkur er greiddur eftir að staðfestingu á loknum einingum er skilað.

Styrkur til skólaheimsókna eða kynnisferða innanlands er 40.000 kr. á 2ja ára fresti. Dagskrá þarf að standa yfir í einn dag. Staðfesting frá móttökuaðila ásamt dagskrá og nafnalista kennara þarf að fylgja umsókn.

Sótt er um styrkinn í tveimur þrepum:

 1. Fyrst sækir leikskólastjóri/umsjónarmaður ferðar um fyrir hópinn: Umsókn frá leikskólastjóra/umsjónarmanni. Umsókn og fylgiskjöl skal senda í tölvupósti á sjodir@ki.is.
 2. Þegar umsókn hefur verið samþykkt sækir hver þátttakandi um fyrir sig á Mínum síðum og sendir kvittun fyrir kostnaði.

Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða (tók gildi 1. janúar 2017).

Fái hópur kennara þennan styrk er ekki heimilt að veita styrk til sömu ferðar úr öðrum styrktegundum sjóðsins.

 

Styrkur til skólaheimsókna eða kynnisferða innan Evrópu er 140.000 kr. á 4ra ára fresti. Skilyrði fyrir styrk er að helmingur af starfandi kennurum skóla/stofnunar fari í ferðina og dagskrá þarf að standa yfir í einn og hálfan dag. Staðfesting frá móttökuaðila ásamt dagskrá og nafnalista kennara þarf að fylgja umsókn.

Sótt er um styrkinn í tveimur þrepum:

 1. Fyrst sækir leikskólastjóri/umsjónarmaður ferðar um fyrir hópinn: Umsókn frá leikskólastjóra/umsjónarmanni. Umsókn og fylgiskjöl skal senda í tölvupósti á sjodir@ki.is.
 2. Þegar umsókn hefur verið samþykkt sækir hver þátttakandi um fyrir sig á Mínum síðum og sendir kvittun fyrir flugfari.

Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða (tók gildi 1. janúar 2017).

Við bætist ferðastyrkur innanlands kr. 15.000 ef fjarlægð frá heimili að flugvelli er meiri en 100 km og kr. 30.000 ef fjarlægð er meiri en 250 km.

Fái hópur kennara þennan styrk er ekki heimilt að veita styrk til sömu ferðar úr öðrum styrktegundum sjóðsins.

Styrkur til skólaheimsókna eða kynnisferða utan Evrópu er 160.000 kr. á 4ra ára fresti. Skilyrði fyrir styrk er að helmingur af starfandi kennurum skóla/stofnunar fari í ferðina og dagskrá þarf að standa yfir í einn og hálfan dag. Staðfesting frá móttökuaðila ásamt dagskrá og nafnalista kennara þarf að fylgja umsókn.

Sótt er um styrkinn í tveimur þrepum:

 1. Fyrst sækir leikskólastjóri/umsjónarmaður ferðar um fyrir hópinn: Umsókn frá leikskólastjóra/umsjónarmanni. Umsókn og fylgiskjöl skal senda í tölvupósti á sjodir@ki.is.
 2. Þegar umsókn hefur verið samþykkt sækir hver þátttakandi um fyrir sig á Mínum síðum og sendir kvittun fyrir flugfari.

Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða (tók gildi 1. janúar 2017).

Við bætist ferðastyrkur innanlands kr. 15.000 ef fjarlægð frá heimili að flugvelli er meiri en 100 km og kr. 30.000 ef fjarlægð er meiri en 250 km.

Fái hópur kennara þennan styrk er ekki heimilt að veita styrk til sömu ferðar úr öðrum styrktegundum sjóðsins.

 

Sjóðfélagi getur sótt um styrk vegna doktorsnáms í leikskólafræðum.

Heildarupphæð styrksins er tvöföld upphæð einstaklingsstyrks sem er í gildi á þeim tíma þegar nám hefst. Styrkur er greiddur í fjórum hlutum og verður eitt ár (365 dagar) að líða milli greiðslna.

Eftirfarandi gögn verða að fylgja umsókn:

 • Staðfesting á að sjóðfélagi stundi doktorsnám í háskóla, gefin út af nemendaskrá viðkomandi skóla.
 • Stutt greinargerð frá sjóðfélaga um námið og rannsókn sem unnið er að. Einnig skal upplýsa um aðra styrki sem sjóðfélagi nýtur vegna námsins.
 • Stutt greinargerð frá leiðbeinanda sjóðfélaga um framvindu náms.

Fylgiskjöl mega vera 12 mánaða gömul. Ekki er gerð krafa um framvísun reikninga.

Umsókn er tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðsins, sem tekur ákvörðun um styrkveitingu.

Hætti félagsmaður í námi, á hann ekki rétt til að fá eftirstöðvar styrks greiddar.

 

Útlagður kostnaður vegna þróunar- og rannsóknarstarfa er styrktur, þó ekki skólagjöld né launakostnaður umsækjenda. Veittir eru styrkir til:

 1. Þróunar- og rannsóknarstarfa. Styrktur er útlagður kostnaður styrkþega, þó ekki skólagjöld né launakostnaður umsækjanda.
 2. Einstakra félagsmanna eða hópa félagsmanna, faghópa og nefnda innan FL og FSL til að halda námskeið og ráðstefnur fyrir félagsmenn. Skólar eða launagreiðendur eiga ekki rétt á þessum styrk.

Heimilt er að veita styrk vegna:

 • Vinnu umsækjenda við verkefni utan daglegs vinnutíma.
 • Aðkeyptrar þjónustu í tengslum við verkefnið.
 • Ferðakostnaðar innanlands samfara verkefni.
 • Annars kostnaðar er tengist verkefninu.

Ekki er veittur styrkur vegna: tækjakaupa, efniskostnaðar (svo sem pappírs, prenthylkja, notkunar síma og internets), aukins kennslukvóta, meistara- eða doktorsritgerða.

Lýsing á verkefninu (markmið, framkvæmd) og skýr, sundurliðuð kostnaðaráætlun þarf að fylgja umsókn. Ekki er tekið við viðbótargögnum eftir að umsókn hefur verið send.

Sjóðstjórn gerir samning við styrkþega. Á samningi skulu koma fram kennitölur og bankaupplýsingar þeirra sem greiðslur eiga að fá, þ.e. umsækjenda, svo og skipting greiðslna ef umsækjendur eru fleiri en einn. Greitt er samkvæmt samningi og launamiðar vegna skattframtals eru gefnir út í samræmi við þær upplýsingar sem fram koma í samningnum.

Sjóðstjórn ákveður framkvæmd við greiðslur styrkja hverju sinni en að jafnaði skal þó ekki greiða styrk í einu lagi nema við lok verkefnis.

Úthlutað er einu sinni á ári - í október. Umsóknarfrestur er til og með 15. september.

 

Vísindasjóður FL og FSL

 • Námskeið, ráðstefnur, skólagjöld, framhaldsnám, sk&oacut...
 • Hverjir eiga rétt á styrkjum? Umsóknir og úthlutunarreglur.  Ums...
 • Markmið Vísindasjóðs FL og FSL, samþykktir, starfsfólk og stj&...
 • Þann 1. júní 2018 tók gildi ný regla varðandi ferðak...