is / en / dk

Réttur til úthlutunar, umsóknarferli.

Aðild að sjóðnum eiga félagsmenn FT sem greitt er fyrir í sjóðinn á grundvelli kjarasamnings FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rétt til úthlutunar eiga félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn.

Heimilt er að sækja um styrk allt að 12 mánuði aftur í tímann frá upphafi styrkhæfs verkefnis að því gefnu að til kostnaðar hafi verð stofnað á meðan greitt var í sjóðinn. Öll tilskilin gögn þurfa að hafa borist innan þess tíma.

Eftirtaldir hafa einnig rétt í sjóðinn skv. samþykktum og reglum sjóðsins:

  • Atvinnuleysi: Félagsmenn sem eru atvinnulausir geta viðhaldið réttindum sínum í sjóðnum enda haldi þeir félagsréttindum sínum í FT og mánaðarlegt framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs renni til FT sem ákvarðar nánar skiptingu gjaldsins til sjóða félagsins.
  • Fæðingarorlof: Félagsmenn sem eru í fæðingarorlofi geta viðhaldið réttindum sínum í sjóðnum enda haldi þeir félagsréttindum sínum í FT og mánaðarlegt framlag fæðingarolorfssjóðs skv. lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof renni til FT sem ákvarðar nánari skiptingu gjaldsins til sjóða félagsins.
  • Launalaust leyfi: Félagsmenn sem fara í launalaust leyfi geta viðhaldið réttindum sínum í sjóðnum enda haldi þeir félagsréttindum sínum í FT (sbr. reglu KÍ um aðild í launalausu leyfi).
  • Launuð leyfi: Félagsmenn sem viðhalda félagsréttindum sínum í FT njóta óskertra réttinda í launuðum leyfum enda renni mánaðarlegt framlag launagreiðanda til sjóðsins.
  • Veikindi: Félagsmenn halda réttindum sínum í sjóðnum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga úr Sjúkrasjóði KÍ.
  • Starfslok: Við starfslok félagsmanna fellur réttur til styrks úr sjóðnum niður eftir þrjá mánuði.
     

Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að fá á skrifstofu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum í síma 595 1111 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hronn@ki.is.

 

Styrkumsóknir

Tegund styrks Umsóknarfrestur
A deild - Starfsþróun / einstaklingsstyrkur Sjóðstjórn leitast við að úthluta styrkjum jafnharðan og fullnægjandi gögn berast.
B deild - Námsefnisgerð, rannsóknar- og þróunarverkefni Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til 15. október ár hvert og skal umsóknum svarað  fyrir 15. desember sama ár.
C deild - Hópferðir Sjóðstjórn leitast við að úthluta styrkjum jafnharðan og fullnægjandi gögn berast.
   

 

Starfsmenntunarsjóður FT