is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Sjálandsskóli óskar eftir að ráða íslenskukennara á unglingastig frá 1. ágúst 2018 í 80% starf. Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ. Í skólanum eru 285 nemendur og starfsmenn eru um 60. Í Sjálandsskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón með íslenskukennslu á unglingastigi • Standa vörð um nám og velferð nemenda • Vera í samstarfi við foreldra • Taka þátt í þróun skólastarfsins Menntun, reynsla og hæfni: • Grunnskólakennari með leyfisbré...
Akrar er 6 ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 96 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi, einingakubbar og tenging við samfélagið skipar stóran sess. Unnið er eftir Uppbyggingarstefnunni. Lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi. Óskað er eftir leikskólasérkennara: Starfssvið: Veita barni/börnum með sérþarfir kennslu og leiðsögn Vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir Eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa Menntun, reynsla og hæfni: Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða sambæril...
Urriðaholtsskóli er nýr samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir nemendur á aldrinum 1-16 ára. Leikskólastig skólans tók til starfa í apríl sl. Auglýst er eftir áhugasömum og faglegum deildarstjóra á leikskólastig til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt skólasamfélag. Samstarf verður einkennandi fyrir alla starfshætti bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið. Deildarstjóri á leikskólastigi Helstu verkefni: Vinnur að uppel...
Lausar eru 100% stöður deildastjóra og leikskólakennara Lausar eru 100% stöður deildastjóra og leikskólakennara við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra sem er um 100 km frá Reykjavík. Heklukot er 4 deilda leikskóli með um 75 nemendur frá eins til fimm ára. Unnið er eftir markmiðum Skóla á grænni grein sem fela í sér sambærilegar áherslur og í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Einnig er unnið eftir markmiðum Heilsustefnunnar sem stuðlar að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Í Heklukoti er leikskólakennurum boðið uppá aukinn undirbúningstíma, fá samtals 9 tíma m.v. 100% starf. Leitað er að fagmenntuðum jákvæðum kennurum (eða öðru uppeldismenntuðu fólki), körlum ...
Langar þig að takast á við fjölbreytt verkefni með frábæru samstarfsfólki? Lausar kennarastöður við Grunnskóla Reyðarfjarðar skólaárið 2018-2019. Sérkennsla Raungreinakennsla UT kennsla Nýbúakennsla Almenn bekkjarkennsla - umsjónarkennari Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði. Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Jákvæðni og samskiptahæfni. Góðir skipulagshæfileikar. Ábyrgð og stundvísi. Í skólanum eru um 200 börn í 1. – 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að kennurum sem eru re...
Aðstoðarleikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Laut í Grindavík frá og með 14.ágúst nk. Leikskólinn Laut er í nýlegu húsnæði og er fimm deilda skóli með rúmlega 100 börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Laut er Grænfánaskóli og starfar eftir Uppbyggingarstefnunni. Grunngildi leikskólans eru gleði, hlýja, virðing . Starfsvið: • Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans. • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans. • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins. • Sinnir þeim verkefnum sem varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum hv...
Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Akraneskaupstaður er eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með rúmlega 7 þúsund íbúa. Bærinn er sérstaklega barnvænn með gott framboð af íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1955 og telja nemendur skólans í dag um 300. Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu og fjölbreyttu tónlistarlífi en skólinn býr við mjög góðan aðbúnað til tónlistarkennslu.  Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Veita Tónlistarskólanum faglega forystu. Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri. Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs á Akranesi. Samstarf við bæjaryfirvöld og aðila skólasamfélagsins. ...
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starfshlutfall. Akrar er 6 ára leikskóli í Akrahverfinu í Garðabæ. Í leikskólanum eru 96 börn. Grunngildi leikskólans eru: Virkni og vellíðan. Vellíðan barna er höfð í fyrirrúmi og starfið skipulagt út frá þátttöku og virkni barnanna. Sköpun, læsi, einingakubbar og tenging við samfélagið skipar stóran sess. Unnið er eftir Uppbyggingarstefnunni. Lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi. Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín. Menntun, reynsla og hæfni: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af starfi með börnum • Fær...
Laus er staða rafgítarkennara við Tónlistarskólann í Grindavík. Um er að ræða ca. 50% stöðu. Viðkomandi þarf að geta kennt á rafgítar, rafbassa og gítar samkvæmt Aðalnámskrá Tónlistarskóla. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskólastjóri, Renata Ivan í gegnum netfangið . Umsókn ásamt ferilskrá sendist á aðstoðarskólastjóra, Renötu Ivan á netfangið.  
Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik. Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik. Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun. Einkunnarorð skólan...