is / en / dk

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining með um 200 börnum. Í skólanum eru 10 deildir á þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við Suðurströnd og Holti í Seltjarnarneskirkju. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi. Leikskólakennari, fullt starf Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og starfsleyfi sem leikskólakennari eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi. • ...
Vegna forfalla leitar leikskólinn Álfheimar eftir deildarstjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennararéttindi • Góð íslensku kunnátta • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum • Góðir skipulagshæfileikar • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji • Góð færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launkjör eru samkvæmt kjarasamningi launadefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri, í síma 480 3242. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018  
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 500 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 160 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar-uppbyggingu sjálfsaga, agastefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing – ábyrgð – vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu. ...
Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 189 börn á tveimur starfsstöðum. Í vetur verður tímabundið aukadeild á Vonarlandi með 16 börnum. Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum og einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska. Menntunar- og hæfniskröfur eru: • Leikskólakennaramenntun. • Færni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði í starfi. • Jákvæðni og áhugasemi. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Nánari upplýsingar um Tjarnarskóg eru .  Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst. Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Herdís, skólastjóri í síma 470-0660 eða á netfanginu Umsóknum með ferilskrá skal ...
Leirvogstunguskóli er leikskóli í nýju hverfi í Mosfellsbæ með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.  Þessa dagana er verið að opna fjórðu deildina fyrir elstu börn skólans og er því auglýst eftir deildarstjóra á nýju deildina. Menntunar- og hæfniskröfur: - Leikskólakennaramenntun  - Áhugi og metnaður - Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018 Umsóknir ásamt starfsf...
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara eða uppeldis – og menntunarfræðingi til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu í stjórnunarstarfi en leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem metnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka laun sín.við Í Heilsuleikskólanum Bæjarbóli er lögð áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru. Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Agi – Lífsleikni. Menntun, hæfni og reynsla: Kennaramenntun, uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg Ánægja af því að starfa með bö...
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða píanókennara / meðleikara í um 75% starf á Selfossi og Stokkseyri frá 20. ágúst 2018. Umsækjandi þarf að: hafa lokið píanókennaraprófi/lokaprófi (Tónlistarkennari III samkv. kjarasam. FT/FÍH). hafa reynslu og færni í píanómeðleik. vera samviskusamur, skapandi og skipulagður. eiga gott með mannleg samskipti. Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 2018. Umsóknir berist í tölvupósti á netfangið . Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-9687, í tölvupósti og á heimasíðu skólans .  Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 11 kennslustöðum í Árnessýslu. Fjöl...
Laus er til umsóknar staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum einstaklingi. Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 20 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Í skólanum er jafnframt stuðst við kennsluaðferðir Byrjendalæsis. Samkennsla árganga í grunnskólanum miðast við tvo námshópa. Aðbúnaður í skólanum er ágætur, góð sundlaug og íþróttahús eru í næsta húsi og í skólanum er bókasafn og aðstaða til tónmenntakennslu. Einnig er mötuneyti nemenda í skólanum sem nýtt er til heimilisfræðikennslu. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn...
Leikskólinn Dalborg auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa. Dalborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum skóli á grænni grein og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starf. Menntun, reynsla og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun áskilin Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði og faglegur metnaður Hæfni og áhugi á að vinna í hóp Reynsla af starfi með börnum Ábyrgð og stundvísi Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja...
Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu frá 7 ágúst 2018. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskupstungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan staðblæ og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskólans í Reykholti. Ef þú ert glaðlynd/ur með mikinn metnað, sveigjanleg/ur og með einstaklega góða hæfileika í mannlegum samskiptum, þá hvetjum við þig til að sækja um. Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2018 Umsóknir sendast á n...