is / en / dk

15. Jan. 2018
08. Janúar 2018

Framboðsnefnd Félags grunnskólakennara efnir til fundar með frambjóðendum til formanns FG í Gerðubergi, mánudagskvöldið 15. janúar næstkomandi. 

Fundurinn stendur frá klukkan 20 til 22. Frambjóðendur munu kynna sig og áherslur sínar -- auk þess að svara spurningum úr sal. Fundarstjórn verður í höndum Þórhalls Gunnarssonar. Fundurinn verður sendur út á vef Netsamfélagsins. Slóðin verður kynnt síðar. 

Frambjóðendur til formanns FG eru Hjördís Albertsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Arnar Ingason, Rósa Ingvarsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með á netinu. 

Tengt efni