is / en / dk

22. Mars 2018
07. Mars 2018

Skólamálaráð KÍ og kennarar í list- og verkgreinum efna til málþings undir yfirskriftinni Nema hvað? Efling list- og verkgreina. Markmið málþingsins er að beina sjónum að aðferðum við að efla list og verknám í skólakerfinu og að leiða saman ýmsa aðila til samtals um það.

UPPFÆRT 15.3.2018:  Fullbókað er á málþingið. Áhugasömum er bent á að hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu á netinu. Streymi verður að finna á vef Netsamfélagsins, www.netsamfelag.is.
 

  • Stund: Fimmtudagurinn 22. mars 2018, frá klukkan 13 til 16.30. 
  • Staður: Nauthóll við Nauthólsveg í Reykjavík. 

Það sem sameinar list- og verknám er áhersla á verkkunnáttu, tækni, sköpun, fagurfræði og gildi, efnisþekkingu, líkamsbeitingu, túlkun og tjáningu. Deigla hraðstígra samfélags- og tæknibreytinga beinir kastljósinu í vaxandi mæli að þessum þáttum í menntun og skólastarfi. Lengi hefur verið rætt um eflingu list og verknáms og ekki skortir stefnu um það. 

  • Hvert er samhengið milli stefnu og framkvæmdar?
  • Hvernig á að koma stefnu um eflingu list- og verknáms í framkvæmd?
  • Hvað þarf til?
  • Hver er sýnin á það?

Málþingið er fyrir skólafólk og aðra sem koma að menntun og skólastarfi. Málþingið hefst með ávarpi mennta- og menningarmálaráðherra. Eftir ávarp ráðherra halda stutt erindi: skólafólk í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum, Svanborg R. Jónsdóttir, Menntavísindasviði HÍ, Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður,  Samtaka iðnaðarins.

Í lokin verða pallborðsumræður með þátttöku fundarmanna.

Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið, skráning er hér. Myllumerki málþinsins: #nemahvad. 

Málþinginu verður streymt og upptaka gerð aðgengileg á heimasíðu KÍ.

Fjölmennum öll!

  

Tengt efni