is / en / dk

17. Mars 2018
14. Mars 2018


Málþing um tölvunarfræðimenntun í  framhaldsskólum

Hefur þú skoðun á forritun í framhaldsskólum? - Hvar eru stelpurnar?
 

FTK, félag tölvunar- og kerfisfræðikennara í framhaldsskólum, heldur málþing í Háskóla Reykjavíkur laugardaginn ​17. mars​, samhliða forritunarkeppni framhaldsskólanna.

Málþingið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á menntun í tölvunar- og kerfisfræði í framhaldsskólum ásamt fulltrúum frá háskólastigi, menntastofnun og menntamálaráðuneyti. Ekki er þörf á skráningu og er aðgangur ókeypis.
 

UM HVAÐ?
Að efla til umræðu um menntun í forritun og að kanna möguleika á samvinnu milli skólastiga  (grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla). Spurningar eins og; ,,Hvenær er best að byrja að kenna  forritun?” og ,,Ætti forritun að vera skylda á einhverju skólastigi?” eiga vel við.

Hlutfall stúlkna í tölvunarfræði í framhaldsskólum er skelfilega lágt. Hvað veldur þessu? Hvað getum  við gert til úrbóta?
 

DAGSKRÁ
Kl. 10:00 - 12:00   Stofa M104   Kynning og umræða um stöðu tölvunarfræði á framhaldsskólastigi.
Kl. 13:00 - 15:00   Stofa M105   Stelpur og tölvunarfræði í framhaldsskólum. Fyrirlesari er Ásrún Matthíasdóttir, lektor í HR.
 

OFT ER ÞÖRF EN NÚ ER NAUÐSYN!
Tækni eins og vélmenni, gervigreind, gagnagnóttar (Big Data), viðbættur veruleiki (AR), internet  hlutanna (IoT) og fleira kallað er 4. iðnbyltingin og hefur áhrif á öll starfssvið samfélagsins og  tölvuþekking verður því sífellt mikilvægari í samfélaginu. Tölvunarfræði er þó ekki algeng kennslugrein, í grunnskólum eða í framhaldsskólum.

Taktu þátt í  mikilvægari umræðu á meðan nemendur taka þátt í forritunarkeppninni.

FTK, Félag Tölvunar- og Kerfisfræðikennara í framhaldsskólum, vefsíða:​ ​http://tsuts.tskoli.is/ftk/

 

Tengt efni