is / en / dk

30. Maí 2019
03. Maí 2019

Gönguferð Kennarafélags Reykjavíkur um Reykjanes á uppstigningardag 30. maí nk. 

Kennarafélag Reykjavíkur býður félagsmönnum í gönguferð um Reykjanes uppstigningardaginn 30. maí nk. Frítt er fyrir félagsmenn.

 

  •  Nauðsynlegt er að skrá sig hér. Frítt er fyrir félagsmenn en ef pantað sæti er ekki afpantað fyrir miðnætti þann 27. maí nk. vegna forfalla, þarf að greiða fyrir sætið kr. 4.500.-
  •  Heimilt að bjóða einum með sér en viðkomandi (gesturinn) greiðir kr. 4.500.- Leggja skal þá upphæð inn á eftirfarandi reikning: 0111-26-554910, kt. 610283 0129. Senda skal kvittun á jon@ki.is. og tilgreina hvaða félagsmaður býður.
  •  Best er að skrá sig sem allra fyrst. Fjöldinn verður takmarkaður en hann ræðst af rútustærðum. 

Ferðalýsing:

Kennarafélag Reykjavíkur verður með gönguferð um Reykjanes á uppstigningardag 30. maí nk. Einar Skúlason sem stýrir gönguhópum í Vesen og vergangi verður fararstjóri.
Farið verður með rútu frá Reykjavík og lagt verður af stað kl. 10.00. Heimkoma er áætluð um kl. 16.30-17.00.

„Gengið verður eftir nýjum og gömlum leiðum á Reykjanesi og við munum skoða gjár og sprungur, tilkomumikla gíga, ummerki um gamlar þjóðleiðir og enda á því að fá okkur hressingu í Grindavík. Við leggjum í hann skammt frá brúnni á milli heimsálfanna. Gengið verður meðfram sprungum og misgengjum sem eru sýnishorn um hið stöðuga landrek sem á sér stað þegar Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn togast í sundur. Við munum einnig ganga meðfram tilkomumiklum gígum sem eru kenndir við Eldvörp og skoða Brauðhelli sem mun hafa þjónað sem bakaraofn fyrr á öldum. Við yfirgefum svo Reykjaveg til að fylgja Skipsstíg til Grindavíkur. Á leiðinni sjáum við merki um vegalagninu áður fyrr á Skipsstíg og sést jafnframt hvernig hesthófar liðinna alda hafa markað leiðina í hraunhelluna á Prestastíg. Vegalengd er ca 15 km og hækkun er ekki mikil á leiðinni. Lengst af er gengið eftir nokkuð þægilegum stígum, en þó eru þeir grýttir eða torfærir á nokkrum stuttum köflum og því getur gagnast að hafa göngustaf.“

Þetta verður ógleymanleg ferð í vorblíðunni og boðið verður uppá veitingar að göngu lokinni í Grindavík! 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest,
Jón Ingi Gíslason formaður
jon@ki.is
s. 894 0224

Skráning.
 

Tengt efni