is / en / dk

08. Ágúst 2019
21. Maí 2019

Í ágúst næstkomandi, nánar tiltekið 8. og 9. ágúst, mun Háskóli Íslands bjóða upp á námskeið á Akureyri í Laxdæla sögu sem kennsluefni fyrir unglinga.
Sama námskeið var haldið í Reykjavík í fyrra og heppnaðist einkar vel.

Hér má finna allar upplýsingar um námskeiðið og skrá sig til þátttöku.
 
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað móðurmálskennurum á unglingastigi grunnskóla og við framhaldsskóla, en allir sem hafa áhuga á Íslendingasögum sem námsefni fyrir unglinga eru velkomnir. Námskeiðið hentar jafnt kennurum sem nota óstyttan texta Laxdælu og þeim sem styðjast við endursögn Gunnars Karlssonar sem nýlega hefur verið endurútgefin af Menntamálastofnun. Námskeiðið gagnast þó einnig þeim kennurum sem kjósa að kenna aðrar Íslendingasögur.
Efni námskeiðsins byggist á rannsóknarverkefni um Laxdæla sögu og siðferðilega menntun sem nokkrir kennarar á Menntavísindasviði HÍ hafa unnið að í tvö ár í samráði við kennara á unglingastigi við þrjá grunnskóla.

Við vonum að sem flestir kennarar á Akureyri, og nágrenni, fjölmenni á áhugavert og gagnlegt námskeið.
Námskeiðið fer fram fimmtudag og föstudag 8. og 9. ágúst – kl. 14-17 fyrri daginn og kl. 9-15 þann síðari.
Námskeiðsgjald er 5000 kr. og þar er hádegisverður seinni daginn innifalinn.
   

Tengt efni