is / en / dk

14. Ágúst 2014
30. Maí 2019

STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og Endurmenntun HÍ efna til sumarnámskeið um svokallaða „Rassiar-kennsluaðferð" sem felur meðal annars í sér hugmyndina um að læra gegnum framkvæmd þegar nemendur bera fram orð og setningar áður en þeir skilja til fulls. Engin upplýsingatækni er notuð þar sem byggt er á sjálfsprottnum (e. spontant) samskiptum í náminu undir leiðsögn kennarans, meðal annars með svonefndum örpistlum (e. Micrologue).

Markmið aðferðarinnar er að láta nemendur finna fyrir öryggi þegar þeir læra nýtt tungumál. Aðferðin byggir fyrst og fremst á endurtekningum en einnig því að kynna menningu og samfélag tungumálsins sem þeir læra. Nánari upplýsingar um aðferðina, sögu hennar og höfund má finna hér

Athugið að meðlimir aðildafélaga STÍL ganga fyrir. Vinsamlegast takið fram ykkar aðildafélag í athugasemdareit við skráningu.

FYRIR HVERJA: 
Framhaldsskólakennara í dönsku, ensku, frönsku, íslensku sem annað mál, norsku, spænsku, sænsku, og þýsku. Kennarar í efstu bekkjum grunnskólans, ef pláss leyfir. Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 35.000 kr., sem endurspeglar ekki almennt námskeiðsverð. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að láta vita með því að hafa samband við EHÍ í síma 525 4444 eða senda tölvupóst á endurmenntun@hi.is eftir að skráning hefur verið framkvæmd og greiðsluseðill verður sendur viðkomandi. Athygli er vakin á því að grunnskólakennarar geta sótt um styrk í endurmenntunarsjóð grunnskóla hjá KÍ. 

HVENÆR:
14. og 15. ágúst klukkan 9.00 til 15.30. 

KENNSLA:
Fagleg umsjón: Petrína Rós Karlsdóttir, petrinarose@gmail.com
Kennari: Erla Bolladóttir, verkefnastjóri hjá Mími

HVAR: 
Endurmenntun, Dunhaga 7.

 

Um námskeiðið á vef Endurmenntunar

Tengt efni