is / en / dk

Kennarasamband Íslands skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar frá endurskoðun stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Þeir sinna afar mikilvægum störfum sem eru vanmetin til launa, eins og mörg önnur störf þar sem konur eru í miklum meirihluta. Það er óviðunandi að laun og starfsaðstæður stétta sem sinna flóknum og vandasömum sérfræðistörfum, sem snúast um fólk, séu árum saman látin sitja á hakanum í forgangsröðun hins opinbera. Ef fjöldi hjúkrunarfræðinga hættir störfum vegna óánægju með laun og starfsaðstæður skapast neyðarástand. Stjórnvöldum ber skylda til að leysa málið tafarlaust.