is / en / dk

Aðalfundir FG eru haldnir fjórða hvert ár og hafa æðsta vald í málum félagsins. Þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur boðar stjórn félagsins til ársfundar þar sem m.a. er fjallað um starfsemi félagsins og starfsáætlun auk þess sem reikningar þess eru lagðir fram.

 

AÐALFUNDUR FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA 2018

Aðalfundur Félags grunnskólakennara verður haldinn 17.-18. maí 2018 í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 13:00 þann 17. maí.
 

Ágæti aðalfundarfulltrúi

Nú styttist í að þú komir á aðalfund FG 17.-18. maí 2018 á Hótel Borgarnesi í Borgarnesi.

Fundurinn hefst 17. maí með setningu kl. 13:00 og lýkur 18. maí kl. 16:00 skv. drögum að dagskrá, sjá fyrir neðan. Athugið að allir þeir sem sækja fundinn verða að skrá sig á þar til gerðri skráningarsíðu sem er hægt að nálgast hér.
 

FERÐIR
Farið frá Reykjavík 17. maí kl. 10:30 með rútu frá Kennarahúsinu Laufásvegi. Þeir sem koma á bíl þangað eru beðnir að leggja fyrir neðan Hringbraut á bílastæði Landspítalans. Kennarasambandið hefur heimild til þess.

Þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu (líka þeir sem koma með flugi þangað utan af landi) en vilja ekki nýta sér rútu verða að koma sér á eigin kostnað í Borgarnes.

BKNE fólk kemur saman í bíl og taka með KSNV fólk. Vestfirðingar koma saman á bíl. Skipulagning er á herðum viðkomandi svæðaformanna. Þeir sem búa á vesturlandi sameinast í bíla og fá akstur greiddan.

Komið er til Reykjavíkur föstudaginn 18. maí um kl. 17:00.
 

GISTING
Gist verður á fundarstað. Til að gæta hagkvæmni munum við reyna að tvímenna í öll herbergi eins og okkur er frekast unnt.

Fyrir ofan er skráningarform sem allir sem taka þátt í fundinum þurfa að fylla út. Þar er hægt að tilgreina með hverjum maður vill gista í herbergi og munum við leitast við að verða við þeim óskum.
 

GÖGN
Aðalfundurinn verður rafrænn. Það þýðir að engin gögn verða prentuð og engum gögnum verður dreift. Þau verður að finna á heimasíðu KÍ og munu fyrstu gögnin birtast þar innan fárra daga. Aðalfundarfulltrúar verða að fara inn á þessa síðu og lesa þau þar eða hlaða niður í tölvu.

Hér er hægt að nálgast bréf sem þú getur afhent skólastjórnendum þínum þar sem fram kemur að þú sért aðalfulltrúi á aðalfundi FG 2018.
 

Hlökkum til að sjá þig í Borgarnesi.
Með kveðju, Ólafur og Guðbjörg

 

TILLÖGUR - yfirlit yfir tillögur

 

DRÖG AÐ DAGSKRÁ

Kl. 13:00 Afhending gagna.
Kl. 13:10

Aðalfundur FG settur.

  1. Setning. Ólafur Loftsson, formaður FG.
  2. Kosning fundarstjóra og ritara.
  3. Kynning dagskrár.
  4. Skýrsla stjórnar.
  5. Ársreikningar.
  6. Kynning á tillögum og málum vísað í nefndir.
Kl. 14:30

Nefndastörf:

a.  Laganefnd.
b.  Skólamálanefnd.
c.  Fjárhagsnefnd.
d.  Kjaramálanefnd.
e.  Réttindamálanefnd.
f.  Sjóðanefnd.
g.  Nefnd um innra starf, félagsmál, útgáfu- og kynningarmál.
h.  Nefnd um fræðslu- og kynningar.
i.  Allsherjarnefnd.

Kl. 15:30 Kaffihlé.
Kl. 16:00 Nefndastörf - framhald.
Kl. 18:00 Nefndastörfum lýkur.
Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður
   

                


 

Kl. 08:30 Nefndir skila af sér. Umræður og afgreiðsla.
Kl. 10:30 Kaffihlé.
Kl. 11:00 Nefndir skila af sér - framhald.
Kl. 12:00 Hádegishlé.
Kl. 13:00

Nefndir skila af sér - framhald.

Fjárhagsáætlun. Frá fjárhagsnefnd, umræður og afgreiðsla.

Kl. 14:30 Kaffihlé.
Kl. 15:00 Önnur mál.
Kl. 15:40 Stjórnarskipti.
Kl. 15:50 Aðalfundi slitið.
    

 

 


ELDRI AÐAL- OG ÁRSFUNDIR
 

Ellefti ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn dagana 5. og 6. mars í fundarsal KÍ (Fróða), Flúðum. 

 

Tíundi ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn dagana 11. og 12. apríl 2013 í Borgarnesi. 

 

Níundi ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn 29. mars 2012 á Grand Hótel Reykjavík. 

 

Fimmti aðalfundur Félags grunnskólakennara var haldinn dagana 17. og 18. maí 2011 á Grand Hótel Reykjavík. 

  Skýrsla stjórnar FG
  Ársreikningur FG 2010
  Dagskrá aðalfundar
  Fjárhagsáætlun FG 2011
   
Helstu samþykktir:
  Kjarastefna FG 2011 – 2014
   
Ályktanir:
  Ályktun um að FG beiti sér fyrir að efla vægi list- og verkgreina í skólastarfi
  Ályktun um að stjórn FG standi vörð um samningsbundna endurmenntun félagsmanna
  Ályktun um aukið álag á kennurum
  Ályktun um greiðslur úr vinnudeilusjóði
  Ályktun um heimasíðu KÍ
  Ályktun um jöfnun hlutfalls kynja við kennslu í grunnskólum
  Ályktun um milliþinganefnd
  Ályktun um mótun nýrrar kennaramenntunar og kennarastarfsins
  Ályktun um nefnd um framtíð Vonarsjóðs
  Ályktun um nýjar úthlutunarreglur Verkefna- og námsstyrkjasjóðs
  Ályktun um sameiginlega fræðslu félagsmanna KÍ sem gegna trúnaðarstörfum
  Ályktun um samþykkt stjórnar FG á breytingum á úthlutunarreglum Vonarsjóðs
  Ályktun vegna aukinnar ábyrgðar kennara
  Vegna Skólastefnu KÍ
  Um aukastyrk fyrir félagsmenn með sérþarfir vegna námsferða og námsskeiða
  Um aukið samstarf skólastiga, skólastofnana og íþrótta- og tómstundafélaga
  Um endurmat á stjórnunarþætti kennarastarfsins í kjaraviðræðum
  Um greiðslufyrirkomulag til félagsmanna vegna vettvangsnáms
  Um greiðslur úr sjúkrasjóði
  Um samskiptagátt og reglubundin tjáskipti
  Um umhverfisstefnu FG
   
  Áskoranir:
  Áskorun til Alþingis um íslenskt táknmál
  Áskorun til Sjúkrasjóðs KÍ vegna tannlækninga
  Áskorun til stjórnar Vonarsjóðs um bókakaup til faglegra nota
  Áskorun til sveitarfélaga um að standa vörð um lögboðna menntun nemenda
  Áskorun um áhrif lengingar kennaranáms í fimm ár
  Áskorun um endur- og símenntun félagsmanna FG
  Áskorun um greiðslu til leitarstöðva fyrir krabbameinsleit
  Áskorun um reglur um hámarksfjölda nemenda á hvern kennara
  Áskorun um reglur um hámarksfjölda nemenda á hvern náms- og starfsráðgjafa

 

 

Áttundi ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn 21. apríl 2010 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Reykjavík. 

Sjöundi ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn 12. mars 2009 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. 

 

Þriðji aðalfundur Félags grunnskólakennara var haldinn dagana 18. og 19. febrúar 2005 á Hótel Selfossi.

 

Annar aðalfundur Félags grunnskólakennara var haldinn 6. og 7. mars 2002. 

Tengt efni