is / en / dk


Yfirskrift námstefnu FSL 2019 er STERKARI MEÐ MÉR - HUGARFAR SKIPTIR MÁLI og verður hún haldin í Silfursölum, Hallveigarstíg 2, 101 Reykjavík.

 

DAGSKRÁ
Kl. 09:30 Skráning og morgunkaffi.
Kl. 10:00 Námstefna sett.
Ingibjörg Kristleifsdóttir, fyrrum formaður FSL og lífskúnstner
Kl. 10:15 Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?
Ragnhildur Vigfúsdóttir, mannauðsráðgjafi, markþjálfi og diplóma í jákvæðri sálfræði
Leitað í kistu jákvæðrar sálfræði og kynntar ýmsar leiðir til að auka gleði og vellíðan í lífi og starfi. Rætt verður um sálræna auðlegð, von, trú á eigin getu, seiglu og bjartsýni. Ragnhildur sinnir markþjálfun, fræðslu og ráðgjöf á sviði mannauðsmála og stjórnunar. Hún starfar hjá Zenter sem veitir íslenskum stjórnendum margvíslega ráðgjöf er tengist m.a. mannauðsstjórnun og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.
Kl. 11:15 Kulnun - Hvað er til ráða?
Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
Mikilvægt er að geta greint álagsþætti og brugðist rétt við þeim. Frætt verður um muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu, sagt frá áhrifum streitu á sál og líkama og gefin streituráð. Ólafur Þór hefur lengi veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum og haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar í starfi. Ólafur Þór er stofnandi Forvarna ehf., sem reka Lækninga- og fræðslusetur ásamt Streitumóttökunni og Streituskólanum og starfar einnig sem einn af ráðgjöfum fyrirtæksins.
Kl. 12:00 Matur.
Kl. 13:00 Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna.
Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK
Fjallað um kulnun og helstu einkenni hennar. Reifuð verður saga kulnunar og hvernig aðrar þjóðir hafa nálgast fyrirbærið, þá sérstaklega Svíar og Hollendingar. Að lokum verður farið yfir hver staða kulnunar er á Íslandi.
Kl. 14:00 Óstöðvandi.
Bjartur Guðmundsson, leikari og stofnandi Optimized Performance
Á þessum skemmtilega og hressandi fyrirlestri lærum við að örva taugakerfið og uppskera okkar sterkasta andlega ástand! Þátttakendur öðlast færni í að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi að innri auðlindum, bæta gæði allra ákvarðanna og athafna og auka gleði sömuleiðis! Bjartur Guðmundsson leikari stofnaði Optimized Performance 2016 en þá hafði áhugi hans á mannrækt og árangursfræðum staðið yfir í 6 ár. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur það sem Bjartur trúir að sé sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar.
Kl. 14:30 Óvænt uppákoma.
Kl. 15:00 Léttar veitingar og snarl.
   

Ingibjörg Kristleifsdóttir er námstefnustjóri og skólamálanefnd FSL annast skipulag námstefnunnar.

Verð á námstefnuna er 8.000,- kr. - SKRÁNINGU LOKIÐ

 

 

Tengt efni