is / en / dk

Heimsþing Alþjóðlegu kennarasamtakanna (Education International) er langstærsti vettvangur stéttarfélaga sem tengjast menntamálum. Síðsumars fór heimsþingið fram í áttunda skipti. Þangað mættu um 1400 fulltrúar frá flestum ríkjum heims til að leggja mat á stöðu menntamála víða um heim og marka stefnuna fram á við. Rík hefð er fyrir því að Kennarasamband Íslands, eins og önnur stéttarfélög menntunarstétta, taki upp málefni þingsins og geri að sínum. Kennarasambandið á þrjá þingfulltrúa sem að þessu sinni voru auk formanns þær Þorgerður Laufey Diðriksdóttir og Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir. Nú hafa þess verið gerðar opinberar. Hér fyrir neðan hef ég dregið fram nokkur meginatriði sem liggja eins og rauður þráður gegnum ályktanir þingsi...
Enn er íslenskt samfélag statt í erfiðum kjaraviðræðum. Þegar þetta er skrifað stendur yfir annað verkfall blaðamanna auk þess sem eftir er að ganga frá kjarasamningum margra tuga stéttarfélaga, einkum á opinberum markaði. Mikil spenna einkenndi kjarasamninga á almennum markaði í upphafi ársins og óljóst er hvort öll kurl eru komin til grafar hvað þá varðar. Hvernig íslenskur vinnumarkaður virkar (ekki) Það hefur einkennt íslenskan vinnumarkað að línur hafa verið lagðar í samningum á almennum markaði og svo hefur sá opinbera fylgt á eftir. Fyrir þessu eru bæði söguleg rök og aðrar ástæður. Frá 1915 til 1962 höfðu opinberir starfsmenn alls engan samningsrétt. Kjör þeirra voru ákvörðuð einhliða af vinnuveitandanum. Í samfélagsumróti ...
Ungir kennarar og framtíð kennarastarfsins er að þessu sinni þema Alþjóðadags kennara sem er haldinn hátíðlegur 5. október ár hvert. Ein af meginstoðum hverrar þjóðar er öflugt menntakerfi. Sameiginlegt verkefni skólasamfélagsins og menntamálayfirvalda er að búa svo um hnútana að kennarastarfið sé aðlaðandi. Í skilaboðum sem alþjóðasamtök kennara, Unicef og fleiri samtök senda aðildarfélögum sínum í tilefni dagsins er þekkingu, orku og ástríðu kennara um allan heim fagnað og tekið fram að kennarar eru hornsteinar menntakerfa framtíðarinnar. Í yfirlýsingu þessara samtaka kemur fram að nýliðun í kennarastétt er mjög nauðsynleg og ef ekki verður breyting á mun vanta 69 milljónir kennara í heiminum árið 2030. Verði þetta raunin hefur það...
Í síðasta pistli mínum, , rakti ég í grófum dráttum aðdraganda laga númer 95/2019. Lögin leysa af hólmi eldri lög um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda á skólastigunum Hver er stóra breyting laganna? Hin eiginlega grundvallarbreyting laganna sést strax í fyrirsögninni. Eldri lögin hnituðust um menntun og ráðningar í skólum. Hin nýju lög fjalla um menntun, hæfni og ráðningar. Hér er verið að skrifa nýja vídd inn í löggjöf um kennaramenntun og kennarastarfið. Hvers vegna óttast sumir slíkar breytingar? Í sumar var haldið heimsþing kennarasamtaka. Þar átti sér stað nokkur umræða um skilgreindar hæfnikröfur til kennara. Sum óttast slíkar skilgreiningar. Byggja þau það á því viðhorfi að kennsla sé illskilgreinanleg – og...
Í þessum pistli, og þeim næsta, verða til umræðu þær breytingar sem felast í nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda. Fyrri pistillinn fjallar um aðdraganda breytinganna og helstu atriði þeirra. Seinni pistillinn fjallar um ýmis áhrif sem reikna má með að lagabreytingin hafi á skólastarf og innleiðingu laganna. Þá verður rætt sérstaklega um áskoranir sem fylgja lögunum. Hvers vegna er verið að breyta lögum? Upp úr aldamótum var orðið ljóst að kennarastarfið væri að breytast. Þær kröfur sem gera þyrfti til kennara væru mun fjölbreyttari en áður. Þessum áskorunum þyrfti að mæta með markvissum hætti, sérstaklega hvað varðar menntun kennara. Mikil stefnumótunarvinna hófst í kjölfarið sem meðal annars snerist um breytt ...
Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með ...
Eftir því sem skólaganga almennings á Íslandi hefur lengst hefur verið hugað sífellt meira að menntun kennara. Upphaf formlegrar kennaramenntunar hér á landi má rekja næstum 150 ár aftur í tímann og tengist beint baráttu fyrir almenningsmenntun í landinu. Fyrst voru stofnaðir barnaskólar í bæjum og þorpum og jafnframt komið á formlegri kennaramenntun. Að auki þróuðust farskólar um landið og höfðu þeir sem í þeim kenndu hlotið styttri menntun. Þegar skólagangan lengdist og framhaldsskólinn varð til eins og við þekkjum hann, var farið að huga sérstaklega að menntun framhaldsskólakennara. Sömu sögu má segja um fjölgun leikskóla og breytt viðhorf til þeirra. Þegar leikskóli var formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið og leikskólaganga u...
Einu sinni sagði stjórnmálamaður að breytingar í skólamálum væru nánast ómögulegar. Að breyta skólum væri eins og að flytja kirkjugarð, maður skyldi ekki reikna með neinni hjálp innan frá. Þetta fannst honum dálítið fyndið hjá sér. Þetta er enda hnyttni af því tagi sem lengi hefur hrifið í íslenskri hreppapólitík. Fátt brynjar mann betur gegn gagnrýni en snertur af háði um gagnrýnandann. Hefði stjórnmálamaðurinn hins vegar hugleitt málið í augnablik hefði honum orðið ljóst að kjarni vandans lá kannski dálítið nær honum en hann ætlaði. Við kennarar erum kannski fyrst og fremst sérfræðingar í breytingum. Markmið náms er að börn fari heim úr skólanum öðruvísi en þau mættu. Við gjörþekkjum líka þá tilfinningu sem stjórnmálamaðurinn l...
Vér erum lagabrögðum beittir og byrðar vorar þyngdar meir, en auðmenn ganga gulli skreyttir og góssi saman raka þeir. Nú er tími til dirfsku og dáða. Vér dugum, - þiggjum ekki af náð. Látum, bræður, því réttlætið ráða, Svo ríkislög vor verði skráð.   Þannig hljómar þriðja erindi Internationalsins (Nallans) í íslenskri þýðingu Sveinbjarnar Sigurjónssonar. Það er áhugavert að bera þetta erindi saman við upprunalegu frönsku útgáfuna. Þar er blæbrigðamunur. Franska útgáfan er almennari, fjallar um réttindi og byrðar; að réttindi hinna ríku séu meiri og byrðarnar léttari. Byrðar hinna fátæku séu raunverulegar og réttindin orðin tóm. Hugsunin í íslensku útgáfunni er þessi: að lögin séu ósanngjörn, að hin...
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á ...
Í þessu erindi ætla ég að reyna að rökstyðja þá skoðun mína að hinir svokölluðu „lífskjarasamningar“, sem undirritaðir voru á dögunum, séu ekki, og geti ekki verið, nægur grundvöllur nýrrar „Þjóðarsáttar“. Að því sögðu marka samningarnir ákveðin tímamót og í aðdraganda þeirra afhjúpuðust veikleikar sem taka þarf til greina við smíði frekari sáttar – sem og ákveðnir styrkleikar sem geta varðað leiðina áfram. 1. Margar af áskorunum íslensks samfélags eiga sér sömu rótina. Það er erfitt að reka sjálfstæðan gjaldmiðil fyrir þjóð sem telur þriðjung af milljón. Það er líka erfitt að viðhalda sjálfstæðu tungumáli og menningu. Því fylgja áskoranir reka menntakerfi í strjálbyggðu landi – sem og aðra grunnþjónustu. Það er einfaldlega erfitt...
Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að ...
Fyrir ári síðan var boðað af hálfu ráðherranefndar um menntamál, undir forystu ráðherra mennta- og menningarmála, til aðgerða í menntamálum þar sem lögð yrði áhersla á aukna nýliðun kennara auk hugsanlegra aðgerða til að minnka brottfall kennara úr kennslu, sérstaklega fyrstu árin. Skipuð var nefnd sem í áttu sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis, KÍ, háskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skilaði af sér tillögum á vormánuðum 2018. Tillögum sem nefndin taldi að leitt gætu, ásamt öðru, til aukinnar nýliðunar og minnkunar á brottfalli kennara úr stéttinni. Að undanförnu hefur ráðherra kynnt aðgerðir í tengslum við ýmsar af þessum tillögum eftir frekari vinnu hagaðila í samvinnu við ráðuneytið. Vinnu þar sem aðilar hafa skips...
Að gefnu tilefni langar mig að ræða aðeins leyfisbréfamálið. Mig langar að rekja málið í stórum dráttum til að varpa ljósi á aðdraganda þess og þá stefnu sem málið hefur tekið. Stuttu eftir að ég tók við sem formaður FG fékk ég að vita að leggja ætti fyrir vorþing frumvarp á breytingu á lögum um menntun kennara og stjórnenda sem tryggði framhaldsskólakennurum heimild til að kenna sínar greinar í elstu bekkjum grunnskóla og leikskólakennurum heimild til að kenna í neðstu bekkjunum. Í ljós kom að starfshópur, sem m.a. hafði verið skipaður fulltrúum kennaraforystunnar, hafði hvatt ráðherra til að fara í slíka lagabreytingu. Ég kom sjálf af fjöllum og gerði alvarlegar athugasemdir við slíkar breytingar. Málinu var tímabundið slegið á fre...
Þorsteinn heitinn Gylfason kallaði það tvílyndi sem við flest köllum geðhvörf. Mér finnst það býsna gott orð. Það er mikilvægt að nota gegnsætt málfar um geðbrigði og geðheilsu. Raunar held ég að aukin umfjöllun og meðvitund um geðsjúkdóma sé einna stærsta framfaramál síðustu áratuga. Það er svo sorglega stutt síðan viðhorf þjóðarinnar til geðveiki var ógnar frumstætt. Í einhverjum kimum er það svo enn. Nú stöndum við á tímamótum í þessum efnum. Smátt og smátt höfum við áttað okkur á eðli geðheilsu og nú horfumst við flest í augu við það að geðheilsa er eins og öll önnur heilsa. Á sama hátt og það er eðlilegt öllu heilbrigðu fólki að glíma við flensu, kvef og hlaupabólu þurfum við öll að takast á við streitu, depurð og kvíða. Samféla...
Á dögunum kynnti mennta- og menningarmálaráðherra aðgerðaráætlun í menntamálum. Hún var unnin í samráði við fjölda aðila sem koma að menntamálum, m.a. Kennarasamband Íslands. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur talað fallega til kennara og lagt á það þunga áhersu réttilega að kennarar séu burðarbiti öflugs menntakerfis og samkeppnishæfni þjóðarinnar velti á öflugu menntakerfi. Rauði þráðurinn í aðgerðaráætlun stjórnvalda er að fjölga kennurum í leik- og grunnskóla. Til þess á meðal annars að hafa fimmta árið í námi leik- og grunnskóla launað starfsnám og sérstakir námslokastyrkir eiga að virka sem hvatning til námsloka. Þetta eru metnaðarfullar tillögur og lofa skal það sem vel er gert, við kennarar finnum það vel að mennta- o...
Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er áræðið skref sem mun koma öllum til góða. Hvers vegna? 1. Þegar námi lýkur færðu leyfisbréf til kennslu. Þú ert kennari. Enginn veit þó hvernig kennari þú verður né hvernig þú munt þróa þína starfsmenntun og reynslu. Það mun ferilskráin þín endurspegla ár frá ári og áratugi fram í tímann. Því er núverandi fyrirkomulag barn síns tíma. Framtíðarskólinn verður borinn uppi af kennurum sem sérhæft hafa sig á ótal vegu bæði með námi og reynslu. Þegar auglýst er eftir kennara er auglýst eftir tilgreindri hæfni, menntun og reynslu. Þá reynir á ferilskrána þína, ekki gamalt leyfisbréf sem ekkert segir um núverandi stöðu þína og hæfni sem kennari. 2. Mun faggreinaþekking framhaldsskólans eða grunnskóla...
Nýtt frumvarp til laga um menntun kennara gerir ráð fyrir útgáfu eins leyfisbréfs til kennslu í leik- grunn- og framhaldsskóla. Forysta leik og grunnskólakennara styðja breytingarnar en framhaldsskólakennarar ekki. Fyrir því höfum við talið fram ýmis rök, ekki hvað síst að menntun og starf framhaldsskólakennara er æði frábrugðið menntun og starfi kennara yngri nemenda. Framhaldsskólakennarar eru fyrst og fremst sérfræðingar í tilteknum kennslugreinum og mikilvægt að þeir búi yfir djúpri þekkingu á því fagi sem þeir miðla. Það er grundvöllurinn að öflugu skólastarfi í framhaldsskóla. Framhaldsskólakennarar koma margir hverjir til starfa með reynslu og tengsl á vinnumarkaðnum til viðbótar við sérgrein sína og réttindanám. Ég vi...
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar. Kennari eða kennari? Grundvallarhlutve...
Umsögn Félags leikskólakennara um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Félag leikskólakennara hefur fengið til umsagnar frumvarp til nýrra lag um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Í frumvarpinu er gerð grundvallar breyting á inntaki kennaranáms og tekin upp hæfniviðmið. Hæfniviðmiðunum er svo skipt niður í almenna hæfni og sérhæfða hæfni Mikil ábyrgð er því lögð að háskólana hvað varðar inntak námsins. Félag leikskólakennara hefur áhyggjur af því að leikurinn sem námsleið verði undir í inntaki menntunar kennara með sérhæfingu á leikskólastigi. Almennt varðandi leyfisbréf þvert á skó...