-
Details
30. Apríl 2019
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð.
Látum, bræður, því réttlætið ráða,
Svo ríkislög vor verði skráð.
Þannig hljómar þriðja erindi Internationalsins (Nallans) í íslenskri þýðingu Sveinbjarnar Sigurjónssonar. Það er áhugavert að bera þetta erindi saman við upprunalegu frönsku útgáfuna. Þar er blæbrigðamunur. Franska útgáfan er almennari, fjallar um réttindi og byrðar; að réttindi hinna ríku séu meiri og byrðarnar léttari. Byrðar hinna fátæku séu raunverulegar og réttindin orðin tóm.
Hugsunin í íslensku útgáfunni er þessi: að lögin séu ósanngjörn, að hin...