is / en / dk

25. Apríl 2014

Aðalfundur Félags leikskólakennara skorar á Samband íslenskra sveitarfélga að leiðrétta laun grunnskólakennara til samræmis við aðra sérfræðinga. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða á aðalfundi FL sem fram fór í dag. Ályktunin er svohljóðandi: 

"Sjötti aðalfundur Félags leikskólakennara, haldinn á Hótel Örk 25. apríl 2014, skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að leiðrétta laun grunnskólakennara til samræmis við aðra sérfræðinga. Mikilvægt er að lausn náist í þeim samningaviðræðum sem nú eru í gangi og skapi þannig frið um skólastarf." 

Aðalfundi FL lauk nú á sjötta tímanum. 

Tengt efni