is / en / dk

29. Apríl 2014

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsmanna KÍ í Félagi grunnskólakennara (FG) sem starfa hjá sveitarfélögum landsins liggja fyrir. Grunnskólakennarar hafa samþykkt vinnustöðvun dagana 15., 21. og 27. maí næstkomandi til að stuðla að framgangi fyrirliggjandi krafna félagsins. Atkvæðagreiðslan stóð yfir dagana 22. apríl til 28. apríl 2014.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru sem hér segir:

Á kjörskrá voru 4.294

Atkvæði greiddu 2.981 eða 69,6%

Já sögðu 2.433 eða 81,6%

Nei sögðu 459 eða 15,4%

Auðir 91 eða 3,0%

Tengt efni