is / en / dk

30. Apríl 2014

Ágætu kennarar. Í dag, 1. maí, krefjast launamenn bættra kjara með kröfugöngum og baráttufundum um land allt. Slagorðið er að þessu sinni „Samfélag fyrir alla“, en undir það tek ég heilshugar eins og aðrir kennarar. Ég hvet ykkur hér með til að taka þátt. Kennarasambandið kemur að skipulagningu á hátíðarhöldunum í Reykjavík með hefðbundnum hætti í samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM. Þar verður gengið frá Hlemmi kl. 13:30 niður Laugarveginn á Ingólfstorg þar sem haldinn verður baráttufundur.

Stöndum saman, þéttum raðirnar, krafa félagsmanna KÍ er að þeir njóti sambærilegra launakjara og aðrir sérfræðingar í samfélaginu. Samstaða um menntun er forsenda framfara .

Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. 

Tengt efni