is / en / dk

07. Apríl 2015

Nýr kjarasamningur FF og FS vegna félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum verður borinn undir atkvæði dagana 13. og 14. apríl næstkomandi. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og mun einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt ráða. 

Fulltrúar í samninganefnd munu halda tvo kynningarfundi í vikunni; annan á höfuðborgarsvæðinu og hinn á Akureyri. Fyrri fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fimmtudaginn 9. apríl klukkan 17. Síðari fundurinn verður haldinn í húsakynnum Verkmenntaskóla Akureyrar föstudaginn 10. apríl klukkan 14.00

Fundurinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ verður sendur út á netinu. Þá hefur kynningarefni verið sent til félagsmanna.

Félagar sem ekki hafa tök á að sækja fundinn í FG en hyggjast fylgjast með honum í beinni útsendingu á netinu geta sent athugasemdir og spurningar í gegnum www.twitter.com. Það tekur aðeins örfáar mínútur að stofna aðgang. Til þess að spurningar og athugasemdir komist til skila þar að hefja þær á #FelFrhskennara. Heildarlengd tísts er 140 slög svo fólk þarf að vera hnitmiðað í framsetningu. 

Kjarasamningurinn byggir á samkomulaginu frá 4. febrúar síðastliðinn og jafnframt liggur fyrir viðauki við skýrslu verkefnisstjórnar um vinnumat þar sem rammar hafa verið skýrðir. 

 

Tengt efni