is / en / dk

29. Apríl 2015

Kennara- og starfsmannafélag Iðnskólans í Hafnarfirði hefur sent frá sér ályktun vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Tækniskólans. 

Ályktunin hljóðar svo: 

„Kennara- og starfsmannafélag Iðnskólans í Hafnarfirði gerir þá eðlilegu og sanngjörnu kröfu að við sameiningu Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði verði allir starfsmenn, sem sagt verður upp vegna þessara skipulagsbreytinga, ráðnir aftur til sömu starfa í nýjum sameinuðum skóla.

Mikilvægt er að enginn tapi áunnum réttindum svo sem fastráðningu, lífeyrisréttindum, starfsaldursréttindum og veikindarétti.
Þar sem eingöngu er um skipulagsbreytingu að ræða þá verði eðlileg starfsmannavelta sem og sólarlagsákvæði látið vinna að fækkun starfsmanna sé þess þörf.“
 

Tengt efni