is / en / dk

30. Apríl 2015

Kennarafélag Flensborgarskólans sendi frá sér ályktun í dag þar sem kennarar lýsa yfir áhyggjum af sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Kennarafélagið segir Iðnskólann rótgróinn hluta af skólasamfélagi Hafnarfjarðar og það sé hagmunamál bæjarins að skólinn starfi áfram og bjóði sambærilegt nám og nú tíðkast. 

Ályktunin í heild: 

Á félagsfundi Kennarafélags Flensborgarskóla 30. apríl var eftirfarandi ályktun samþykkt.

Kennarar Flensborgarskóla lýsa yfir áhyggjum sínum af sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, skóla atvinnulífsins.

Iðnskólinn í Hafnarfirði er rótgróinn hluti af skólasamfélagi Hafnarfjarðar. Með sameiningu verða nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans settir í óvissu. Að auki má ætla að námsframboð í Hafnarfirði minnki.

Það er hagsmunamál bæjarfélagsins, hafnfirskra ungmenna og starfsmanna skólans að Iðnskólinn starfi áfram með sambærilegu námsframboði og nú er.

Kennarafélag Flensborgarskólans
 

Tengt efni