is / en / dk

30. Apríl 2015

Kennarafélag Flensborgarskólans hvetur framhaldsskólakennara til að sýna samstöðu og tryggja að öll ákvæði 7. greinar kjarasamningsins komi til álita við innleiðingu nýs vinnumats. Mikilvægt sé að vandað verði til verka. Félagið samþykkti eftirfarandi ályktun á félagsfundi fyrr í dag. 
 

Ályktun Kennarafélags Flensborgarskólans hljóðar svo:

Á félagsfundi kennarafélags Flensborgarskóla 30. apríl var eftirfarandi ályktun samþykkt.

Við innleiðingu vinnumatsins er mikilvægt að vanda til verka. Til þess að svo megi vera þarf að haga því svo til að öll ákvæði 7. greinar kjarasamnings framhaldsskólakennara frá vorinu 2014 verði með í vinnumatinu eins og við á.

Í skýrslu verkefnisstjórnar um vinnumatið segir:

„Verkefnisstjórn lét hanna reikniverk til notkunar við framkvæmd viðmiða 7. greinar kjarasamningsins. Samningsaðilar eru sammála um að þetta reikniverk sé í fullu samræmi við ákvæði greinarinnar og endurspegli efni kjarasamningsins.“

Eins og fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar taka sýnidæmin ekki á fullnægjandi hátt á öllum þeim atriðum sem færa má þar inn skv. 7. greininni, má þar einkum nefna skort á námsefni, mismunandi námsstöðu nemenda (það er að segja nema með greiningar o.fl.) og vinnu við námsnet/innu ofl. Þó þessi atriði séu ekki í sýnidæmunum eiga þau hins vegar skilyrðislaust að koma til álita í vinnumati.

Kennarafélag Flensborgarskólans hvetur alla framhaldsskólakennara til þess að sýna samstöðu og tryggja það að öll ákvæði 7. greinarinnar komi til álita í vinnumatinu eins og samið hefur verið um. 

Kennarafélag Flensborgarskólans

 

 


 

Tengt efni