is / en / dk

24. Júní 2015

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands opnar dyr fyrir starfandi lisgreinakennurum og listafólki sem vill sækja sér símenntun. Boðið er upp á fjölbreytt úrval áfanga á meistarastigi. Námskeiðin eru opin öllum með grunn-háskólagráðu í kennslu eða listum. Starfandi listgreinakennarar eru hvattir til að sækja námskeiðin. 

Meðal námskeiða sem verða í boði í haust eru: 

  • Skuggaleikhús
  • Leiklist fyrir kennara ungra barna 
  • Tónlist fyrir kennara ungra barna
  • Bókagerð
  • Skapandi skrif í skólastofunni
  • Rödd, spuni, tjáning

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Listaháskólans

Tengt efni