is / en / dk

24. Júní 2015

Skólum og félögum sem áhuga hafa á að kynna verkefni sín og skólastarf í opnu rými á LSP ráðstefnunni er boðið að senda inn lýsingu á verkefnunum á ráðstefnuvef LSP

Lýsingin má vera á íslensku eða ensku.

Lögð er áhersla á verkefni og kynningar sem tengjast áherslum ráðstefnunnar frá skólum á öllum skólastigum, svo og félögum. Kynningarnar verða í Skála og öðrum opnum rýmum og göngum í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Frestur til að senda inn lýsingar er til 5. ágúst 2015. Niðurstöður verða kynntar 15. ágúst. 
 

Tengt efni