is / en / dk

18. Desember 2018

Kennarasamband Íslands styrkir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) um 350 þúsund krónur. Kennarasambandið hefur ekki sent jólakort um langt árabil en þess í stað látið fé af hendi rakna til stofnana, samtaka og félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna. 

Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, og Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, heimsóttu BUGL fyrr í dag. Helga Jörgensdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild, og Soffía Erla Einarsdóttir verkefnastjóri kynntu starfsemi BUGL fyrir fulltrúum KÍ. 

Á BUGL er tekið á móti börnum og unglingum sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Veitt er sérhæfð þverfagleg þjónusta sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra.

Það er von Kennarasambandsins að styrkurinn komi sér vel í mikilvægri starfsemi BUGL. 

Kennarasambandið hefur áður veitt jólakortastuðning til Umhyggju, Barnaspítala Hringsins, Þroskahjálpar, Unglingadeildar SÁÁ, Krabbameinsfélagsins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Barnaheilla – Save the Children. 

 

 

Tengt efni