is / en / dk

19. Desember 2018

Vitundarvakning VIRK hófst nýverið með auglýsingum sem vekja eiga athygli á forvarnarverkefni sem nú er unnið að innan VIRK. Markmiðið er að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi.

Auk vitundarvakningarinnar og vefsíðunnar velvirk.is er einnig verið að undirbúa rannsókn á vegum VIRK. Rannsóknin miðar að því að einangra breytur sem hafa áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindafjarveru með það að leiðarljósi að hægt væri að nýta niðurstöðurnar til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði.

 

Vefsíða þar sem finna má upplýsingar og gagnleg ráð í forvarnarskyni.
Stiklurnar / auglýsingarnar má sjá á Youtuberás VIRK.


 

Tengt efni