is / en / dk

Umsóknum og fylgigögnum er skilað rafrænt á Mínum síðum KÍ. Ef fylgigögn eru send í tölvupósti á sjodir@ki.is þarf að merkja þau með umsóknarnúmeri. Sama á við um ef fylgigögn eru sent í bréfapósti.

Styrkir eru greiddir út í einu lagi samkvæmt framvísun kvittana fyrir kostnaði, staðfestingu um tímasetta dagskrá, þátttöku og/eða lokinna ECTS eininga. Kvittanir mega ekki vera eldri en tólf (12) mánaða og ECTS einingar ekki eldri en tólf (12) mánaða frá því að námsáfanga lýkur.

Ef, af einhverjum ástæðum, ekki er mögulegt að skila umsóknum á Mínum síðum þá er eyðublað hér.

Stjórn Vonarsjóðs FG og SÍ kemur að jafnaði saman annan hvern mánuð, í lok febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember og umsóknarfrestur rennur út 15. þess mánaðar sem fundur er haldinn. Vafamálum er vísað til stjórnar. Athugið einnig að allar umsóknir sem innihalda skólaheimsóknir þurfa að fara fyrir fund stjórnar.

 

Starfsmenntunarstyrkur

Styrkur til félagsmanna til að sækja námskeið innanlands eða utan og til ákveðinna verkefna sem teljast til starfsþróunar þeirra s.s. framhaldsnáms á háskólastigi vegna lokinna ECTS eininga og skráningar-/skólagjalda, námskeið, ráðstefna, málþinga og skipulagðra skólaheimsókna eða kynnisferða. Með skipulagðri skólaheimsókn eða kynnisferð er átt við að staðfest dagskrá frá skipuleggjanda og/ eða móttökuaðila liggi fyrir og standi yfir í a.m.k. einn dag. Ferða- og gistikostnaður er jafnframt styrktur. Sjóðurinn greiðir fyrir gistinætur sem sannanlega varða ferðina (námskeið, ráðstefnu, málþing, skólaheimsókn/kynnisferð) auk einnar viðbótarnætur ef þannig háttar til s.s. vegna ferðatilhögunar.

Kr. 300.000 á tveggja ára tímabili.

Athugið að allir styrkir eru greiddir út í einu lagi, einni greiðslu.

Upplýsingar um FERÐAKOSTNAÐ má nálgast hér.

Styrkur vegna lokinna ECTS háskólaeininga

Styrkur vegna lokinna ECTS eininga að hámarki 120 ECTS einingar einu sinni á starfsferlinum.

Hver ECTS eining í framhaldsnámi á háskólastigi gefur 5.000 kr.

Þegar félagsmaður hefur fullnýtt ECTS einingar úr B-hluta getur hann sótt um styrk vegna lokinna ECTS eininga úr A-hluta.

 

Tengt efni